Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 49
Örðug stund guð en hetja! — Léttara... Hlutskipti hins var þá léttara! Að greina sundur með farsælli hendi skilning og sköpun, það hlaut að gera mann glaðan, lausan frá þjáningu og ólgandi frjóan. En ef sköpunin var guðleg að eðli, þá var skilningurinn hetjunnar, og sá sem skapaði vitandi síns geðs var í senn guð og hetja! Viljinn til hins torvelda... Grunaði nokkurn hvilíkan aga og sjálfsstjórn ein setning, ein torgetin hugsun kostaði hann? í rauninni var hann fáfróður og lítt reyndur, sljór og sveimhugull draumamaður. — Hvílík glíma! Hvílík þyrnibraut frá fyrstu hræringum innri listar og þrá eftir formi — til hugs- unarinnar, myndarinnar, orðsins, linunnar á blaðinu! Verk hans voru sköp- uð af þrá, þrá eftir formi, mynd, takmörkun, efnisfestu, þrá yfir í dagbjartan heim hins, sem umsvifalaust og með goðbornum vörum gaf sólglituðum hlut- um nafn. Og samt, til að bjóða hinum byrginn: hver var listamaður, skáld á borð við sjálfan hann? Hver skapaði eins og hann úr engu, frá eigin brjósti? Var ekki hvert kvæði fætt í sál hans sem tónlist, hrein frummynd verundarinnar, löngu áður en því var léð líking og gervi í ríki dagsins? Söguskyn, lífsskiln- ingur, skaphiti: einungis yfirskin og átyllur, ekkert annað, fyrir eitthvað sem þeim var lítið skylt og átti upptök sín í hinum orfeisku djúpum. Orð hugtök: einungis nótur sem listamannseðli hans sló — til að fá leyndan streng til að óma... Vissu menn þetta? Það lofaði hann mjög, blessað fólkið, fyrir þrótt hugsunarinnar, þegar hann laðaði fram tóna á hina og þessa strengi. Og töfraorð hans, sú mikla klukka sem hann klingdi til æðsta veizlufagnaðar sálarinnar og margan tældi, var — frelsi... Ýmislegt annað lagði hann í það orð en þeir sem hylltu hann. Frelsi — hvað táknaði það? Svolítil borgaraleg upphefð gagnvart veldisstóli þjóðhöfðingjans? Getur ykk- ur boðið í grun hvað skáld dirfist að leggja í þetta orð? Frelsi frá hverju? Frá hverju fyrst og fremst? Ef til vill jafnvel frá hamingjunni, þessum silki- fjötri, þessari mjúku, munarljúfu kvöð... Frá hamingjunni... Varir hans titruðu; það var eins og augu hans beind- ust inn á við, og hann lét höfuðið falla með hægð í gaupnir sér... Hann gekk inn í herbergið við hliðina. Bláleita skímu lagði frá hengilampanum og blómmynstruð gluggatjöldin héngu fyrir glugganum í kyrrlátum fellingum. Hann stóð við rúmið, beygði sig yfir indælt höfuðið á koddanum... Svartur lokkur liðaðist niður á vangann, sem ljómaði móti honum í fölva perlunnar og barnslegar varirnar voru hálfopnar í svefninum... Konan mín! Ástin mín! Fylgdir þú þrá minni? Komstu til mín til vera mín hamingjudís? Það ertu, 159
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.