Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 45
Þrotabú mannlegrar reynslu sinfóníu. Samt er hér ekki nema hálfur sannleikur sagður. Maðurinn er ekki einn um gæðamat tilveru sinnar eða þeirra tóna, sem hann framleiðir í góðri trú, sér og öðrum til yndisauka. Eins yndi er annars óyndi. Þetta er sú hindrun, sem alltaf er fyrir hendi, og því meira verður hennar vart sem lífsskynjun og tjáningarviðleitni mannsins fellur lengra frá tízku síns tíma. Gæðamat einstaklingsins er komið undir manngildis- og lífshugsjón- um ríkjandi stétta samfélagsins á hverjum tíma, svo sem mýmörg manna- verk sanna, sem ekki hafa fengið neinn hljómgrunn í samtíma sínum, en eru hafin til öndvegis á öðrum skeiðum sögunnar. Maðurinn fæðist sem einstaklingur inn í samfélagsheild, sem hverju sinni er borin uppi af þeirri andlegu og veraldlegu tízku, sem hún hefur mótað eða tileinkað sér. Hver verðandi þegn samfélagsins verður fyrir áhrifum og mótast af „normum“ félagsheildarinnar, sumir algerlega og áreynslulaust, aðrir tregðast við og viðurkenna þau aðeins að hluta og enn aðrir hafna þeim. Þar með er lagður grundvöllur að röskun þess jafnvægis milli einstaklings og samfélags, sem talið er nauðsynlegt til þess að maður- inn geti notið sín sem félagsvera. Hann finnur sig ekki móttækilegan fyrir þeim mætum, sem samfélagið keppir eftir. Sjaldan er nokkurt þjóðfélag svo farsælt að geta keppt eftir einhverju því, sem höfðar nokkuð jafnt til eðlisþátta og þurfta mannsins. En alla jafna keppir það eftir einhverju, sem höfðar til einhverra þátta á kostnað annarra, og reynir um leið að undirstrika mikilvægi og gildi þeirrar eftir- sóknar, sem alla daga á að veita manninum hina einu, sönnu og varan- legu hamingju. — Sum skeið sögunnar eru tröllriðin harmagráti og tilveru- hatri, þar sem hverjum var gæfan ráðin, sem fann til megnustu andúðar á öllu sem lífsanda dró. Onnur af dynjandi hundakæti, og enn önnur af óseðjandi ágirnd á öllu og öllum, þar sem hver kostar kapps um að komast yfir sem flest til að éta eða höndum þreifa. Sá einstaklingur sem ekki sýnir sóknarhug eftir þessum samfélagsákvörðuðu verðmætum, flokkast óðar utangátta undirmálsvera, sem hvorki á sér þegnskap né lífshugsjónir. Hinn þekkti lærdómsmaður Erich Fromm telur að vestræn nútíma iðn- þjóðfélög hafi getið af sér nokkra nýja manngervinga, þ. á m. þá, sem hann kallar homo mechanicus (vélmennið), og homo consumens (neyzlu- veruna). Homo mechanicus er sá maður, sem hefur samsamað sál sína vélum og hvers kyns vélvæðingu, en hefur ímugust á lífrænum samskipmm við umheiminn. Homo consumens er hins vegar sá manngervingur, sem legg- 155
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.