Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 46
Tímarit Máls og menningar
ur neyzlugildi til grundvallar að mati sínu á tilverunni. Þar er ekki ein-
vörðungu átt við vörur, sem framleiddar eru í neyzluskyni einu og geta
ekki átt aðra framtíð fyrir sér, heldur er átt við matsyfirfærslu. Hið líf-
ræna og ólífræna, vitundarbæra og vitundarlausa er sett undir sama hatt
og hefur sér það eitt til gildis, sem efnislegir nýtingarmöguleikar þess gefa
því. Afstaða homo consumens til maka, „vina“ eða annarra manna ákvarð-
ast ekki af þeirri tilfinningu, að þeir séu sjálfstæð lífræn heild, sem eigi
sér vaxtarmöguleika eða iúti yfir höfuð nokkrum lífsþróunarlögmálum. í
augum homo consumens eru aðrir menn til og hafa gildi á þeim augna-
blikum einum, sem hann þarf að fá fullnægingu þurfta sinna gegnum þá.
Eitt Ijósasta dæmið um lífsskynjun þessa fyrirbæris er afstaðan til ástar-
innar. Astin er vara - sleikipinni, sem eyðist þegar af er tekið og hverfur að
lokum saknaðarlaust niður í iður neytanda, sem veit, að sama vara er föl
á hverju horni þegar hennar er þörf.
Neyzluhvötin er sú hvöt, sem höfðað er til í lífi nútímamannsins, og
allt hans umhverfi, ytra og innra líf, litast af þeim mætum, sem neyzlu-
hvötin sækist eftir. Þegar dekrað hefur verið við neyzluhvötina fram úr
hófi, verður hún að gleypihvöt, sem engu eirir en allt vill í sig svelgja án
vonar um minnsm saðningu. Þetta miðstef tilverunnar hefur verið tekið
og yfirmagnað svo mjög, að hin eru vart heyranleg, eða eyrunum lokað
fyrir þeim þá sjaldan þau kunna að leita sér uppreisnar. En undir þau
heyra hvers kyns mannlegar hræringar og kenndir, þrár eða leit eftir öðru
en því, sem hinn áþreifanlegi efnisheimur gemr látið mönnum í té. En
þar eð slík umbrot brjóta mjög í bág við hagsmuni hvers neyzluþjóðfélags,
hefur vandinn verið leysmr með því að flokka þau undir meiri háttar
feimnismál eða taugaveiklun á háu stigi, — sjúkdóma, sem ber að útrýma
úr hinu heilbrigða þjóðfélagi hvatasérhæfingarinnar.
Allt, sem þykir eftirsóknarvert í lífi nútímamannsins, er metið til fjár,
peningaígildis og hins hlutkennda. Bílar, hús og peningar, - hin varanlega
líftrygging mannkynsins. Bílar, hús og peningar — hlutir, efni — nánast eina
umræðuefnið, sem kveikt gemr glóð í augum hins allsgáða neyzluþegns.
Menntun er „bezta fjárfestingin“ að hyggju embættisaðalsins, og þegar
hún er komin í askinn, hefur hún loks náð tilgangi sínum. Hvað eina, sem
krefst þess að vera talið til verðmæta, verður fyrst og fremst að sjást, vera
áþreifanlegt, en helzt á að vera hægt að éta það. Sá sem fylgir verðmæta-
normum þjóðfélagsins á hverjum tíma er svo lánsamur að vera talinn
156