Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 48
"Timarit Máls og menningar unni. Sem normal vera keppir hann eftir því, sem hið sálfælna samfélag hefur kennt honum að keppa eftir - að kaupa og eiga, eiga allt, sem hann í raun og veru getur aldrei eignazt, og ekki einasta eiga nóg, heldur ofnóg. Hann á gnægðir allsleysis. Hann er sísaddur en sísvangur. Þarna er e. t. v. að finna skýringuna á því, hvers vegna margir þeir, sem eru sannanlega vel stæðir í efnalegu tilliti, gera jafnan háværastar kröfur til „mannsæm- andi“ lífs. Getur það verið, að þeir finni einhversstaðar innst inni í skúma- skotum sálar sinnar, að því meira sem þeir ofhlaða tilveru sína að efnis- gæðum, þeim mun hraðar hörfi lífsgleði þeirra og lífsvilji, sem hlýtur að vera hinn eini sanni sómi hvers manns? Að eiga ókjörin öll af hlutum, sem menn geta ekki með nokkru móti sett í samhengi við innri tilveru sína, er ekki að lifa. Sá einn lifir sem á tilverukennd, og því sterkari sem hún er, þeim mun stórbrotnara og verðugra er lífið í augum hans. Eignir og auður hafa aldrei getað tryggt lífsnæmi nokkurs manns. Þvert á móti virðist aukin auðsöfnun og hvers kyns kenndadeyfð haldast mjög í hend- ur. Og sá sem kemst á það stig að vera algerlega ósnortinn (NB. allsgáður) af því einu að vera til, a. m. k. við þolanlegt atlæti, er í tveim orðum sagt mjög dauður. Með allan heimsins auð á herðum sér er hann líka fátækari en barnið, sem rak nefið út í morgunsólina í sveitinni og fór að gráta. Börn segja ekki af hverju þau gráta eða gleðjast, — þau finna bara að þau eru til. Þar eð maðurinn er öfgavera, þarf hann ævinlega að hefja eitt upp til skýjanna en hafna öllu öðru. Það sama gerir hann við hvatir sínar. Af óteljandi og í flestum tilfellum óskiljanlegum ástæðum valdbeitir hann þær á víxl af tryggð eða ótta og auðsveipni við enn óskiljanlegri máttar- völd - samfélagið —, sem hverju sinni býður hvaða hvötum skuli hafna og hverjar eigi að sitja í fyrirrúmi. Arangur þessa hvataofbeldis er hið alþekkta skáldlega fyrirbæri, sálkreppusjúklingurinn, hið sameiginlega „heilbrigðistákn" siðmenningarinnar. Gleggsta dæmi þessa ofbeldis og öfga- spils má lesa úr sögu konunnar, sem löngum hefur verið tagltækasta til- raunadýrið í sköpunarsögu mannsins. I eina tíð þótti t. d. sérleg kurteisi og kóróna kvenlegra dyggða að látast vera náttúrulaus og fela hold sitt bak við skírlífisbelti og skósíða kjóla. Það var á þeim tímum, þegar konan var Kona, þ. e. gekk um jörðina eins og svekktur geldingur og taldi sér trú um að hafa helgað ástinni líf sitt. A næsta blaði sögunnar var búið að klippa kjólinn uppi við nára. Astin fylgdi kjólnum og varð að engu, 158
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.