Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 128
Tímarit Máls og menningar
aldrei nema tálsýn sem aldrei gat orðið
að veruleika. Sennilega skilur Pétur
þetta til fullnustu þegar hann hyggst
reyna að nálgast upphaf sitt með því að
leggja blóm á leiði móður sinnar en
býðst ekkert nema plastblóm. Þau eru
eftirlíking af náttúrunni, hlutir fram-
leiddir af mönnum í sama vítahringn-
um og hann er sjálfur.
„Og einhver æpir. Kannski þú sjálf-
ur. Æpir mót gerviblómunum sem um-
kringja þig, svipta þér til og frá, þjarma
að þér. Þá slær þau frá þér, sópar þeim
niður af borðinu með körfum og skraut-
vösum. Þau vefjast fyrir fótum þér á
gólfinu og þú sparkar frá þér, veizt að
þú berst við lík, æpir.“ (192)
Þegar þessi atriði sögunnar hafa verið
dregin fram í dagsljósið ætti það ekki
að vera nein ráðgáta lengur hvers vegna
Pétur Pétursson, venjulegur verkamaður
ættaður að norðan, tekur uppá athæfi
eins og því að flýja tilveru sína. Hann
ræður ekki við hana. Lýsing Jakobínu
Sigurðardóttur á lífi íslensks verka-
manns er raunar alveg samhljóða kenn-
ingum marxista um það hvernig líf
verkamanns í auðvaldsþjóðfélagi hlýmr
alltaf að verða. Hann er firrtur, líf hans
hlutgert út i ysm æsar og hann er ger-
nýttur í þágu auðvaldsins.1 Hér er því
á ferðinni skáldsaga sem byggir á kenn-
ingu. Það er að því er ég held sjald-
gæfara í íslenskum bókmennmm en
víða annars staðar og þess vegna er enn
merkilegra en ella hve vel hefur tek-
ist til. Þetta ber ekki að skilja svo að
hér sé um gallalaust verk að ræða en
1 Nánari skýringar á þessum hugtökum
má sjá í grein Vésteins Lúðvíkssonar,
Georg Lukács og hnignun raunsæis-
ins, T.M.M. 1970 31. árg., 3.-4.
hefti.
sagan er á engan hátt þrúguð af þeirri
kenningu sem ber hana uppi og vissu-
lega vel þess virði að menn taki góðan
tíma í að lesa hana og hugsa um það
sem þar stendur.
Kristján ]óhann Jónsson.
TIL GAMANS GERT
Kvæðakver Þórarins Eldjárns1 ber það
með sér að það er saman tekið að mesm
leyti til gamans og til að koma á fram-
færi kankvíslegum hugleiðingum um
lífið og tilveruna. Flest eru kvæðin skop
og glettni, hnyttilegir orðaleikir og kát-
legar bollaleggingar að tilefni sem við
fyrstu sýn a. m. k. virðist lítið þótt víða
búi meira undir. Mörg kvæðin munu
eiga sér bein tildrög, og gerir höfund-
urinn sér svolitinn leik að því að til-
færa heimildir aftan við meginmálið til
„skýringar".
Þórarni Eldjárn er ef til vill fyrst og
fremst alvara á öðru sviði en því sem
lýtur að yrkisefnum eða boðskap. Orða-
leikir hans og bragur eru víðast mjög
þjálir og bera vitni um mikla leikni.
Og maðurinn er einfaldlega fyndinn, en
það er guðsgáfa sem ekki verður rök-
smdd eða útskýrð nánar. Honum finnst
heimurinn og umhverfið hálfgerður hé-
gómi og hann gamnar sér og öðrum við
að skopast að því. Hins vegar er hann
þó ekki nógu óánægður með þetta til
þess að fara í alvarlega fýlu. Hvort
tveggja er góðs viti og farsælt. í einu
kvæðinu spyr Þórarinn drottin hvort
1 Þórarinn Eldjárn: Kvceði. Myndir eft-
ir Sigrúnu Eldjárn. Reykjavík 1974.
Fjölprentað á kostnað höfundar. 50
bls.
238