Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 128
Tímarit Máls og menningar aldrei nema tálsýn sem aldrei gat orðið að veruleika. Sennilega skilur Pétur þetta til fullnustu þegar hann hyggst reyna að nálgast upphaf sitt með því að leggja blóm á leiði móður sinnar en býðst ekkert nema plastblóm. Þau eru eftirlíking af náttúrunni, hlutir fram- leiddir af mönnum í sama vítahringn- um og hann er sjálfur. „Og einhver æpir. Kannski þú sjálf- ur. Æpir mót gerviblómunum sem um- kringja þig, svipta þér til og frá, þjarma að þér. Þá slær þau frá þér, sópar þeim niður af borðinu með körfum og skraut- vösum. Þau vefjast fyrir fótum þér á gólfinu og þú sparkar frá þér, veizt að þú berst við lík, æpir.“ (192) Þegar þessi atriði sögunnar hafa verið dregin fram í dagsljósið ætti það ekki að vera nein ráðgáta lengur hvers vegna Pétur Pétursson, venjulegur verkamaður ættaður að norðan, tekur uppá athæfi eins og því að flýja tilveru sína. Hann ræður ekki við hana. Lýsing Jakobínu Sigurðardóttur á lífi íslensks verka- manns er raunar alveg samhljóða kenn- ingum marxista um það hvernig líf verkamanns í auðvaldsþjóðfélagi hlýmr alltaf að verða. Hann er firrtur, líf hans hlutgert út i ysm æsar og hann er ger- nýttur í þágu auðvaldsins.1 Hér er því á ferðinni skáldsaga sem byggir á kenn- ingu. Það er að því er ég held sjald- gæfara í íslenskum bókmennmm en víða annars staðar og þess vegna er enn merkilegra en ella hve vel hefur tek- ist til. Þetta ber ekki að skilja svo að hér sé um gallalaust verk að ræða en 1 Nánari skýringar á þessum hugtökum má sjá í grein Vésteins Lúðvíkssonar, Georg Lukács og hnignun raunsæis- ins, T.M.M. 1970 31. árg., 3.-4. hefti. sagan er á engan hátt þrúguð af þeirri kenningu sem ber hana uppi og vissu- lega vel þess virði að menn taki góðan tíma í að lesa hana og hugsa um það sem þar stendur. Kristján ]óhann Jónsson. TIL GAMANS GERT Kvæðakver Þórarins Eldjárns1 ber það með sér að það er saman tekið að mesm leyti til gamans og til að koma á fram- færi kankvíslegum hugleiðingum um lífið og tilveruna. Flest eru kvæðin skop og glettni, hnyttilegir orðaleikir og kát- legar bollaleggingar að tilefni sem við fyrstu sýn a. m. k. virðist lítið þótt víða búi meira undir. Mörg kvæðin munu eiga sér bein tildrög, og gerir höfund- urinn sér svolitinn leik að því að til- færa heimildir aftan við meginmálið til „skýringar". Þórarni Eldjárn er ef til vill fyrst og fremst alvara á öðru sviði en því sem lýtur að yrkisefnum eða boðskap. Orða- leikir hans og bragur eru víðast mjög þjálir og bera vitni um mikla leikni. Og maðurinn er einfaldlega fyndinn, en það er guðsgáfa sem ekki verður rök- smdd eða útskýrð nánar. Honum finnst heimurinn og umhverfið hálfgerður hé- gómi og hann gamnar sér og öðrum við að skopast að því. Hins vegar er hann þó ekki nógu óánægður með þetta til þess að fara í alvarlega fýlu. Hvort tveggja er góðs viti og farsælt. í einu kvæðinu spyr Þórarinn drottin hvort 1 Þórarinn Eldjárn: Kvceði. Myndir eft- ir Sigrúnu Eldjárn. Reykjavík 1974. Fjölprentað á kostnað höfundar. 50 bls. 238
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.