Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 129

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 129
hann geri sér ekki ljóst „að veröldin er svarthvít?" Sjálfur sýnir Þórarinn það samt sem áður aftur og afmr að hann veit vel að hún býr yfir ýmsum litbrigð- um; þar sem allt er séð í svörtu eða hvím, þar er engin kýmni — þar er ekkert gaman; þar kemst ekkert að ann- að en fýlan og alvaran og gremjan. Guði sé lof að hugur Þórarins Eldjárns er fullur af bjartari litum og fjölbreyttari. Það fyrsta sem lesandanum detmr í hug um þau tök sem höfundur hefur á því efni sem hann hefur tekið sér fyrir hendur er þetta: Þetta em fingraæfing- ar manns sem er vellandi hagmælmr. Um hagmælsku Þórarins verður ekki frekar spurt eftir að þetta kver hefur verið lesið. Hún er mikil og góð, enda á hann smtt að sækja hana. Hann hefur þetta stóra og merkilega íslenzka brag- eyra. Nú skal það tekið fram að hag- mælska er aðalsmerki á hverjum manni og hið mesta menningareinkenni. Um árabil hafa rímlausir bögubósar haldið uppi áróðri gegn hagmælsku hér á landi. Þjóðin hefur auðvitað aldrei orðið svo vitlaus að taka mark á þessum áróðri, en því er ekki að neita að margir eru þeir sem hafa orðið svo ruglaðir af langri skólagöngu og „nútímamennt" að þeir hafa trúað honum. Tradisjónal- istar eins og Þórarinn Eldjárn eru ein- mitt rétm mennirnir til að reka vitleysur af þessu tagi á brott úr hugum manna. Við þurfum ekki að steypa yfir okkur neinni spennitreyju eða hverfa afmr til neinna torfbæjasjónarmiða þótt það sé viðurkennt að svo kallað „hefðbundið ljóðform" — hvað svo sem það _nú merkir nákvæmlega — ber eins og gull af eiri Ijóðleysunnar þegar vel er með farið. Margt virðist benda til þess að ljóðasmiðir séu að ná sér eftir „nútíma- fylliríið" sem á þá rann eftir síðusm Umsagnir um bcskur heimsstyrjöld, og að jafnvel timbur- mennirnir séu í rénun. En vandi ljóða- gerðarinnar er aldrei formlegs eðlis. Form og mál eru að vísu engar „vinnu- konur“ — svo vitnað sé í Auden — síð- ur en svo. I vel kveðnu ljóði má aldrei á milli sjá einstakra þátta. En það er hugsunin sem sker úr, milli feigs og ófeigs. Vandi skáldskaparins um þessar mundir felst í hinu: Skáldin og rithöf- undarnir hugsa ekki merkilegar eða mikilsverðar hugsanir. Þau taka ekki stórfelld mannleg málefni til meðferð- ar. Þau sjá ekki sýnir. Hin óstýriláta hugsun, sem enginn veit hvert mun leiða, og hin glæsta hugsjón freista þeirra ekki lengur margra hverra að því er virðist. Það sem almenningur heyrir helzt til skálda er andlaust karp um ein- hver rithöfundasamtök og svo náttúrlega um opinbera styrki. Hvað bækur þeirra snertir og önnur hugverk er þetta mest- an part ómerkileg naflaskoðun og uml. Að þessu leyti minna skáld og rithöf- undar um þessar mundir helzt á verka- lýðsleiðtoga, iðjuhölda, félagsfræðinga og stjórnmálamenn: Það sem frá þeim kemur skiptir ekki máli; og skulu þó ekki allir skornir niður við sama trog í þessu efni. Ekki veit ég hvort hægt er að kalla þetta kver bók frekar en bækling, enda má það einu gilda. Þórarinn hefur val- ið þá leið að gerast sinn eiginn forleggj- ari og er það lofsvert framtak en áhættu- samt. Kverið er snyrtilegt á alla lund og ágætlega myndskreytt af Sigrúnu, systur Þórarins. Kvæði Þórarins Eldjárns eru vel gerð og skemmtileg aflestrar. Þau bera þess ekki vitni að hann hafi þurft að taka á öllu sínu nema síður sé, og eru þau þó haglega ort og hnökralítil. Næst viljum við hins vegar lesa meiri átök, meiri 239
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.