Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Síða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Síða 5
Adrepur En þegar mér barst tímaritsheftið loksins í pósti og las grein Vésteins Lúð- víkssonar varð ég fyrir sárum vonbrigðum; því fór mjög fjarri að hún hefði að geyma þau jákvæðu viðhorf sem ég hafði gert mér vonir um. Vésteinn þóttist vera að leggja allsherjarmat á starfsemi Máls og menningar frá öndverðu og vanda félagsins nú, en viðhorf hans voru hvorki rannsókn né raunsætt mat, heldur ómengaður stalínismi, svo að ég noti orð sem Vésteini er hugleikið, en það fyrirbæri er að sjálfsögðu jafngamalt þeirri mannkynssögu sem við vitum deili á, mótar trúarbrögð og stjórnmálastefnur og hefur aldrei haft jafn háska- leg áhrif og þegar völd hafa fylgt trúarafstöðunni. Kveikjan að viðhorfi Vé- steins virðist vera trúfræðileg óvild á stjórnmálasamtökum íslenskra sósíalista sem hann staðhæfir án þekkingar að hafi stjórnað og stjórni Máli og menn- ingu. Aðferðin er að búa sér til kreddu og hagræða síðan staðreyndum þannig að þær falli að kreddunni, svo sem var háttur Stalíns og Páls postula svo að nefndir séu tveir fulltrúar hinnar trúarlegu alræðisstefnu. Tímabil það sem Vésteinn Lúðvíksson þykist fjalla um er mesta byltingar- skeið í sögu íslendinga, þegar fæðingarhríðir þjóðveldisins forna eru undan skildar. Áratugina eftir að fullveldið náðist kom fram í dagsljósið hópur ungra menntamanna sem áttaði sig á þeirri staðreynd að fullveldið væri innantómt form, ef þjóðin sannaði ekki í verki að hún megnaði að vera fullvalda og halda til jafns við önnur þjóðfélög á sviði efnahagsmála, menningarmála og raunar á öllum öðrum sviðum. Þegar þessir ungu menn sögðu þjóðin, áttu þeir við fólkið í landinu, að enginn árangur næðist nema með félagslegri baráttu, efna- hagslegri og menningarlegri. íslenskir sósíalistar voru forustumenn þessarar baráttu, hvort sem þeir kenndu hugmyndir sínar við kommúnisma eða sósíal- demókratisma. Þessir sósíalistar sóttu hugmyndir sínar ekki til neins stalín- isma, þegar undan er skilið hálfs árs gelgjuskeið í sögu Kommúnistaflokksins. Þeir störfuðu á sjálfstæðan og skapandi hátt, eins og stofnun Sósíalistaflokksins og forustan um myndun nýsköpunarstjórnarinnar sanna best. Barátta þessara hugsjónamanna olli lífskjarabyltingu á íslandi, mestu kjaraumskiptum sem orðið hafa í nokkru landi á jafn skömmum tíma í gervallri mannkynssögunni. Vissulega má orða það svo að þessi markvissa og harðvítuga barátta íslenskra sósíalista hafi leitt til þess að við tók neysluþjóðfélag á íslandi, og ég er engu hrifnari af þeirri þjóðfélagsgerð en Vésteinn Lúðvíksson, en ég er eldri en hann og man sjálfur kreppuárin fyrir stríð, þegar hungurvofan var á næsta leiti við alþýðuheimilin á íslandi og jafnt börn sem fullorðnir báru utan á sér merki næringarskorts og örbirgðarsjúkdóma. Mér er lífskjarabyltingin mikið fagnaðarefni, og maður sem hefur áhuga á svokallaðri sálfræði, eins og Vésteinn Lúðvíksson, ætti að skilja það að fólk sem hefur verið langsoltið kynslóðum saman fyllist lífsþægindagræðgi þegar það kemst í námunda við kjötkatla. Þetta hefur gerst í öllum svokölluðum neysluþjóðfélögum, en græðgisviðhorfið 115
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.