Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 15
Með barnsins trygga hjarta ...
þessi viðbrögð sín í list, er endurspeglar og tjáir tímann og umhverfið og
þróun þeirra.
Höfundarverk Jóhannesar spannar sem næst hálfa öld frá því er hann
rúmlega tvítugur birti fyrsm ljóð sín í Iðunni 1921 uns síðasta ljóðabók
hans kom fyrir sjónir manna 1970.
Á þessum fimmtíu árum gaf hann út fimmtán frumsamdar Ijóðabækur,
en einnig hafa komið út tvö söfn ljóða hans og safn Ijóðaþýðinga hans.
Þá gaf hann út sex bækur handa börnum og fimm frumsamdar skáldsögur.
Auk þess kom í einni bók úrval úr ritgerðum hans. Kvæði hans hafa birst
í sérstökum þýðingum á dönsku, norsku og sænsku. Þá annaðist hann rit-
stjórn nokkurra verka og gaf út úrvöl íslenskra bókmennta, svo sem Þing-
vísur, Jólavöku, Skáldu og Gullregn úr ljóðum Matthíasar Jochumssonar.
Nærri mgur erlendra bóka birtist í þýðingu hans, flest skáldsögur.
Af þessari upptalningu má sjá að höfundarverk Jóhannesar einkennist
af mikilli fjölbreytni í vali forms og viðfangsefna samfara einstæðri frjó-
semi skáldlegs hugar í hálfa öld.
Hér verður einkum dvalist við hlut og stöðu Jóhannesar úr Kötlum sem
ljóðskálds. Við skulum því fyrst hverfa aftur til þess tíma er hann kvaddi
sér hljóðs og litast ofurlítið um í Ijóðheimi þeirra ára.
Það er orðin söguleg hefð að telja nokkur hvörf hafa orðið í íslenskum
bókmennmm við lok heimsstyrjaldarinnar fyrri er þeir komu allir fram
með sínar fyrsm skáldskaparbækur á tveimur árum Sigurður Nordal, Hall-
dór Laxness, Stefán frá Hvítadal og Davíð Stefánsson.
Það em bækur Ijóðskáldanna, Söngvar förumannsins og Svartar fjaðrir,
sem einkum skipta máli í þessari athugun.
Hér heilsaði 20. öldin en sú 19. var óðum að kveðja. Aðeins vom fimm
ár hðin frá andláti Steingríms Thorsteinssonar og fjögur frá dauða Þor-
steins Erlingssonar og enn sat Matthías Jochumsson silfurhár á Sigurhæð-
um norður.
Svo ólíkir sem þeir voru sem menn og svo ólíkir sem þeir vom um lífs-
viðhorf vom þó þeir tveir höfðingjar íslenskrar braglistar, er hæst bar um
þessar mundir, Stephan G. Stephansson og Einar Benediktsson, næsta líkir
í list sinni í mörgum gmndvallaratriðum.
125