Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Síða 23
Með barnsins trygga hjarta ...
Ef við stöldrum við andartak og athugum hver bókmenntaleg staða Jó-
hannesar úr Kötlum er við upphaf þessa skeiðs þjóðfélagslegra bókmennta
sjáum við að þar er merkileg hliðstæða við stöðu hans gagnvart þeim nýju
straummn sem fram komu í ljóðagerð upp úr fyrri heimsstyrjöldinni.
í hvorugt skiptið varð hann til að brjóta ísinn eða fyrstur til að þeyta
stríðshornið en hann fylgdi fast á hæla framvarðasveitunum og drýgði síð-
an sóknina æ meir uns hann hafði sigrast á listrænum vandamálum sjálfs
sín og unnið þeim hugsjónum, er hann barðist fyrir, þegnrétt í hugum les-
enda sinna.
Hin nýju sósíalísku viðhorf skáldsins kröfðust endurmats allra lífsgilda
og skoðana fyrri verka. Hann sendir þeim guði, sem verið hafði sínálægur
í fyrstu bókunum, „Opið bréf“. Þar segir í lok kvæðis:
O, gamli kirkjunnar guð!
Ég bað til þín löngum, sem dálítill drengur,
en Drottinn! — nú get ég það ekki lengur.
Ég skil ekki almætti og algæsku þína,
— því óvitans gulli er ég búinn að týna.
Ég vil ekki hræsna í heimskunnar nafni,
með heilaga ritningu í brotnum stafni.
... Hver var það sem opnaði ókynnið svarta
og efanum varpaði í mannlegt hjarta?
Varst það þú?
Ó, á ég þá engan guð?
Er ég heiðinginn illi, sem hræðist og pínist,
og hrekkur á flótta og leitar — og týnist?
Er ég máttvana óskin, sem eyðist og hverfur?
Er öreigans glötun minn hinsti skerfur?
— Hvar fæ ég nú huggun og hvíld um nætur,
þegar himininn sortnar og jörðin grætur?
Hver skerpir það Ijós, sem á skarinu blaktir?
... Þú, skáldlegi kraptur, sem lífið vaktir!
Ert það þú?
Ó, ungi, ókunni guð!
Þú, sem æskuna gefur og enn ert að skapast,
og aldrei vilt hörfa, hve mikið sem tapast,
þú, sem enn ekki hefir til almættis hafist,
— ég óttast það mest hvað þú hefir tafist!
133