Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Síða 24
Tímarit Máls og menningar
Hinir friðlausu bíða eftir frelsi þínu,
— þeir finna eitthvað byltast í hjarta sínu,
er deilir á blekkingu dauðra orða
í draumum þess lýðs, sem varð hungurmorða.
Ert það þú?
í næstu bók, Samt mun ég vaka, 1935, kemur Jóhannes fram sem full-
þroska ádeilu- og baráttuskáld. Sú bók geymir einkum tvenns konar kvæði:
annars vegar baráttu- og ádeilukvæði, hins vegar kvæði þrungin lífsfögn-
uði og náttúrudýrkun. Efasemdirnar frá „Opnu bréfi“ loða þó enn við í
upphafskvæðinu „Samt mun ég vaka“:
Og ég, sem er fóstur fjallanna sjálfur,
reika á krossgömm, rauður álfur.
Því — hvort á ég heldur að halda upp í dalinn,
eða ganga út í heimsstríð með Gorki og Stalin?
En svar hans verður:
Eg kýs heldur stríðið — því stórt er að vinna.
Annað kvæðið í Samt mun ég vaka nefnist „Vér öreigar". Það hefst svo:
Vér öreigar íslands
kveðjum oss hljóðs
og heimtum rétt vorn til jarðarinnar. —
Síðan bregður skáldið upp mynd af kjörum og örlögum íslenskra öreiga
um aldir. Allt er kvæðið yljað djúpri samúð með lítilmögnum samfélags-
ins og hvesst af beiskri vandlætingu yfir þjóðfélagslegu ranglæti. Kvæðið
er í frjálsu formi og boðar þannig næstu hvörf á skáldferli Jóhannesar.
Því lýkur á þessu erindi:
Eins og ljóð vort er einfalt og auðskilið
og hirðir ekki um rósfjötra rímsins
né fjólublá faguryrði,
heldur sannleikann sjálfan,
eins munum vér berjast til þrautar,
í bróðurlegri, einfaldri alvöru,
unz rétmr vor og niðja vorra
til nýs, mannlegs lífs,
frelsar
hið fyrirheitna land.
134