Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 25
Með barnsins trygga hjarta ..
Hér kemur fram svipaður skilningur og síðar í kvæðinu „Rímþjóð",
sem birtist í Sjödcegru, að form ljóðsins sé sprottið af efni þess og inntaki,
og hið frjálsa form verður Jóhannesi jafnframt tákn um nýtt pólitískt og
félagslegt frelsi.
Bteytt afstaða Jóhannesar til sögu og samfélags kemur einkar vel í Ijós
í Ijóðabók hans Hrímhvítu móður, 1937.
Aður hafði hann ort um fornfrægar söguhetjur Islands af rómantískri
hrifningu og jafnvel á smndum hyllt hinn sterka, ofurmannlega einstakling
svo sem í kvæðinu „Erm með?“:
Að vera sterkur, — standa einn
og stýra eigin veg, —
það er hin mikla, hreina hefð,
svo hljóð og tignarleg.
Nú yrkir hann hins vegar um ýmsar nafnlausar hetjur íslandssögunnar
allt frá þrælum Hjörleifs til þeirra reykvísku verkamanna, er 9. nóvember
1932 börðust fyrir mannsæmum lífskjömm.
Svipaður alþýðlegur skilningur á lífi og starfi Krists birtist okkur í
Mannssyninum, sem Jóhannes orti í lok kreppuáranna og við upphaf heims-
styrjaldarinnar síðari þótt hann kæmi ekki í heild sinni á prent fyrr en
1966.
Næsm þrjár ljóðabækur Jóhannesar fólu ekki í sér neinar mikilsháttar
nýjungar í höfundarverki hans, hvorki formlega né hugmyndalega. Þær
einkennast annars vegar af persónulegum Ijóðum, einatt tengdum tilfinn-
ingum skáldsins frammi fyrir íslenskri náttúm, og hins vegar af kvæðum,
sem voru innlegg í barátmna á vettvangi dagsins. Alþjóðlegir stóratburðir
setja meiri svip sinn á þessar bækur en fyrr. Þetta vom uppgangstímar
fasisma í Evrópu, Spánarstríðs og loks heimsstyrjaldarinnar síðari. Skáldið
knýr ýmist hörpustreng sinn til dýrðar lífi og vexti, unaði og friði eða Ijóð
þess fá tón af sverðaglym og hvössum eggjum.
Ein þessara bóka, Eilífðar smáhlóm, sem kom út á fyrsta stríðsárinu,
1940, hefur þá sérstöðu að hún geymir nær eingöngu kvæði sem birta
hugsanir og tilfinningar skáldsins frammi fyrir dásemdum íslenskrar nátt-
úm. Flest eru þetta persónuleg smáljóð. Eg tek sem dæmi „Dýragras“.
Heiðgolan þýtur björt og blíð í fasi,
blómálfa smáa huldur til sín kalla.
135