Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 26
Tímarit Máls og menningar
Hér vil ég vanga að um eilífð halla,
— ástin mín býr í þessu dýragrasi,
blá, ó, svo blá
í sátt við allt og alla
upphafs mín til ég vil að lokum falla.
Síðust þessara þriggja millibilsbóka Jóhannesar, ef svo mætti kalla þær,
kom Sól tér sortna síðasta stríðsárið, 1945. Hún endurspeglar hversu ógnir
styrjaldarinnar höfðu orkað á hug skáldsins. I henni ber meir á bölsýni og
efasemdum en í fyrri bókum. Hún hefst á kvæðinu „Æviágrip“ þar sem
skáldið biður
/.../ forláts á því, að enn er ég oftast í klípu
og óánægður með heiminn, þjóðina og flokkinn.
Bókinni lýkur á kvæðinu „Eftirmála":
Á hnetti vorum stend ég allslaus uppi,
einn umskiptingur, barn, sem hefur týnzt,
og finn, að ég hef aldrei átt þar heima
og aldrei verið það, sem ég hef sýnzt.
Eg kveð það lið, sem liggur þar í valnum,
— en listin kemur með sín fornu rök:
Þú veizt, að ef þú memr lífið meira
en mína fegurð, er það dauðasök.
Og kvæðin mín — þau dæmast til að deyja
sem daprir vottar þess, er hefur skeð.
— I stríði þessu lém margir lífið,
og lof sé guði, ef þau teljast með.
Enn voru veðrabrigði á lofti jafnt í hug Jóhannesar sem íslenskri ljóða-
gerð. I kvæðinu, sem vitnað var til, lét hann listina mæla við sig þau
kröfuhörðu orð að það væri dauðasök að meta meira lífið sjálft en hennar
fegurð. I hönd fóru tímar er undansláttarlaust var krafist sjálfræðis listar-
innar í nafni vígorðsins um listina sjálfrar sín vegna. Síðar orðaði Jóhannes
viðhorf þessara ára svo við Einar Braga í Birtingi:
„/.../ forsendurnar fyrir félagslegum baráttukveðskap voru sumsé
horfnar í bili, samkvæmt tilskipun stríðsgróðans.“
136