Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 28
Tímarit Máls og menningar
Er ekki nær að ganga
í ósýnilegan rann,
bera fagnandi þann
sem brúðurin heitast ann
út í vorið á veginum
og vekja hann?
Á löngum ferli orti Jóhannes mörg einstök kvæði um heimssögulega
og pólitíska viðburði, en heilar ljóðabækur hans um þau efni eru aðeins
tvær, Sólareyjarkvœði, sem hér var vikið að, og Hlið hins himneska friðar,
Ljóðmyndir úr Kínaför, er kom út 1953.
Kínverska alþýðulýðveldið hafði verið formlega stofnað 1. okt. 1949
og 1952 þá Jóhannes heimboð þangað. Hlið hins himneska friðar birtir
okkur svipmyndir frá þessari för, minningar Jóhannesar um hana og hug-
leiðingar út frá henni.
Af verkum Jóhannesar með pólitísku inntaki eftir heimsstyrjöldina síð-
ari er bjartast yfir þessari bók. Margt í samfélagsþróun og pólitískri at-
burðarás á Vesturlöndum hafði orðið til að vekja vonbrigði hans, en kynni
hans af lífi og starfi fólks í Kína eftir alþýðubyltinguna verður til að
styrkja trú hans á framtíð mannkyns og möguleika þess. Bókin hefst á
sársaukafullu kvæði „Kynningu“:
Land mitt hvílir í bláum sævi
Eitt sér í bláum sævi
Þar fellur snær í tíu alda spor
Minnar óvopnuðu þjóðar
Vörn hennar var sagan og ljóðið
En nú hefur hún verið svikin
Og landið selt í tröllahendur
Þetta fagra blessaða land
Andstæðu þessarar íslensku niðurlægingar finnur hann í lífi kínverskrar
alþýðu og þau kynni vekja honum Ijúfa gleði. Dæmigert fyrir tilfinningu
ljóðanna er kvæðið „Friður í landi“:
Enn verður þetta nýja fólk að berjast
Gegn þeim sem tilbiðja dauðann
138