Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 28
Tímarit Máls og menningar Er ekki nær að ganga í ósýnilegan rann, bera fagnandi þann sem brúðurin heitast ann út í vorið á veginum og vekja hann? Á löngum ferli orti Jóhannes mörg einstök kvæði um heimssögulega og pólitíska viðburði, en heilar ljóðabækur hans um þau efni eru aðeins tvær, Sólareyjarkvœði, sem hér var vikið að, og Hlið hins himneska friðar, Ljóðmyndir úr Kínaför, er kom út 1953. Kínverska alþýðulýðveldið hafði verið formlega stofnað 1. okt. 1949 og 1952 þá Jóhannes heimboð þangað. Hlið hins himneska friðar birtir okkur svipmyndir frá þessari för, minningar Jóhannesar um hana og hug- leiðingar út frá henni. Af verkum Jóhannesar með pólitísku inntaki eftir heimsstyrjöldina síð- ari er bjartast yfir þessari bók. Margt í samfélagsþróun og pólitískri at- burðarás á Vesturlöndum hafði orðið til að vekja vonbrigði hans, en kynni hans af lífi og starfi fólks í Kína eftir alþýðubyltinguna verður til að styrkja trú hans á framtíð mannkyns og möguleika þess. Bókin hefst á sársaukafullu kvæði „Kynningu“: Land mitt hvílir í bláum sævi Eitt sér í bláum sævi Þar fellur snær í tíu alda spor Minnar óvopnuðu þjóðar Vörn hennar var sagan og ljóðið En nú hefur hún verið svikin Og landið selt í tröllahendur Þetta fagra blessaða land Andstæðu þessarar íslensku niðurlægingar finnur hann í lífi kínverskrar alþýðu og þau kynni vekja honum Ijúfa gleði. Dæmigert fyrir tilfinningu ljóðanna er kvæðið „Friður í landi“: Enn verður þetta nýja fólk að berjast Gegn þeim sem tilbiðja dauðann 138
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.