Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Qupperneq 36
Timarit Máls og menningar
Er nóttin ekki orðin nógu löng,
þögnin nógu þung,
þorstinn nógu sár,
hungrið nógu hræðilegt,
hatrið nógu grimmt?
Hvenær... ?
3
Annað ljóðið í Samt mun ég vaka heitir Vér öreigar og er eitt beiskasta
ádeiluljóð þeirrar bókar, einfalt í formi, skýrt og ljóst í hugsun, og talar
tæpitungulaust um hrakningasögu íslenskrar alþýðu. Það eru hendur öreig-
ans sem hafa skapað auð þessa lands — handa öðrum. Og því meiri sem
vegur kúgaranna verður, þeim mun hraklegri verða allar aðstæður öreig-
anna. En nú hefur öreigastéttin vaknað af blekkingasvefni sínum, lætur
ekki lengur dylja sig hvert stefnir, og þá stendur ekki á svari hennar. Nú
er hennar tími kominn:
Hver einasta þraut þrældómsins,
hver stuna húskarlsins,
hver svitadropi komngsins,
hvert fótsár flakkarans,
hvert andvarp útlagans,
öll hungurvakan,
sem hefur þjáð oss í þúsund ár,
bergmálar nú, sveiflast og byltist
í vimnd kynslóðar vorrar,
og sannar oss loksins, loksins,
að fylling tímans er komin,
að hlutverki hins þarfa þræls er lokið,
að vort eigið hlutverk er eftir,
og það eitt.------
Þetta ljóð hefst á því að lýst er hvernig norrænir víkingar láta öreigana
róa sér til Islands, þar sem þeir slá eign sinni á allt, en láta sína lítils-
virtu húskarla og herteknu þræla standa undir velmegun sinni með strit-
andi höndum. Þessir húskarlar og þrælar erum við, hið venjulega íslenska
alþýðufólk, segir skáldið og vill skýra sögu þjóðarinnar út frá þessum
146