Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 41
Vort er ríkið
þá situr þú, sem hafðir hæst
ef hugsjón barst í tal,
í húsi þínu — og hlustar á
hið hlýja kattarmal.
Það undrar því engan þótt það skáld er þannig hugsar skyldi lofsyngja
annað skáld er einnig var sósíalisti, en sá lagði ekki einungis fram ljóð
sitt í baráttunni fyrir frelsi þjóðar sinnar undan oki nasismans heldur
einnig líf sitt — Nordal Grieg:
Þeir beztu deyja — og líf þeirra er lagt
sem lagboði á eldanna vör.
(Söngvati Noregs).
5
í Sól tér sortna skýtur upp kollinum nýtt yrkisefni sem átti eftir að verða
ein meginuppistaða baráttuljóða Jóhannesar úr Kötlum allt til hinstu stund-
ar. Lagboði þessara ljóða kemur skýrt fram strax á stríðsárunum þegar
allir þóttust þó búast við að erlendur her hyrfi af Islandi strax í styrjaldar-
lok. Að þessu er vikið í ljóðunum Fjallkonan og Islands böm en þar er
þjóðin vöruð við að láta glepjast af erlendu gulli, og hvött til að standa
traustan vörð um nýfengið frelsi sitt. Síðasta erindi Fjallkonunnar er at-
hyglisvert fyrir þá sök hversu ótvírætt það bendir fram á við til næstu
bókar. Það hljóðar svo:
Ef sættist þú á svefnsins ró
og svíkur brúði þá,
þú lítur aldrei oftar beint
í augun hennar blá,
og færð því aldrei framar það,
sem fegurst er, að sjá.
En svo varð sjö ára hlé milli bóka. Frelsissigurinn mikli sem hafði
áunnist með stofnun lýðveldis 1944 hafði snúist í niðurlægingu sem brann
með sárum sviða í hjörtum skáldanna. Islandi var att fram í liðsveit þeirra
þjóða sem trúa á stál og ofbeldi, þar á meðal einræðis- og fasistaríki. Og
loks var erlendur her svikinn inn á íslensku þjóðina í trássi við Alþingi
151