Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 46
Tímarit Máls og menningar
En þrátt fyrir öll vonbrigðin með kynslóðina var Jóhannes úr Kötlum
þó alla tíð sannfærður um sigur hugsjónar sinnar áður en yfir lyki. Ef
þessi kynslóð bregst, þá tekur hin næsta við og læmr merki þeirrar hug-
sjónar bera við himin á ný. Jóhannes úr Kötlum trúði á getu hinnar nýju
kynslóðar sem nú er óðum að láta til sín taka í landi okkar og sýnir þess
ótvíræð merki að hún hefur aðrar skoðanir á verðmætum tilverunnar.
Kannski trúir hún jafnvel á annað en þann tómleika óhófsins sem nú
fyllir helsti mörg íslensk hjörtu. Samspili þessara tveggja kynslóða hefur
Jóhannes lýst í upphafsljóði Nýja og niða sem heitir Óðurinn um oss og
börn vor. Að ýmsu leyti minnir það á hin fyrri baráttuljóð Jóhannesar.
Það er langt og efnismikið og borið uppi af alvöruþungri mælsku, orða-
valið mynduglegt og hátíðlegt, og jaðrar smndrnn við rómantík. I Ijóðinu
er rakinn ferill hins róttæka hóps þeirrar kynslóðar sem Jóhannes tilheyrði,
hvemig hann í upphafi trúði á kraftaverk endurfæðingar mannsins, hversu
auðugur hann var í örbirgð sinni því hann hafði öðlast hugsjón að berjast
fyrir, krafan um frelsun heimsins. En skyndilega er heimskringlan lostin
þrumum og eldingum þegar „stormsveitir vitfirringarinnar“ sækja fram, og
hann heldur að allt sé glatað, uns gerningaveðrinu slotar á ný og afmr
hefst uppbygging friðarins. Þá taka við þau ár sem em óhallkvæm hug-
sjónum, veltiárin þegar „umferðin beinist viðstöðulaust til hægri“ og frels-
un heimsins hefur gleymst:
Vér lítum hver á annan
Drúpum síðan höfði í afkáralegri þögn.
5
Ákæran flæðir sem myrkur
Úr þessum rauðsprengdu fölskvuðu sjáöldrum
Enn tröllauknir herbrestir úr fjarska
Enn örkuml og harmkvæli landa og þjóða
Sögueyjan fótaskinn varnartrúðsins mikla
Ljóðaþjóðin sópari yfirttoðslunnar
Mál vort auglýsing menning vor afsal
Börn vor í æðisgenginni leit að sál og hjarta
Á flótta gegnum öskrandi tóm knæpunnar
Full af angist og viðbjóði
Allslaus í allsnægtum
156