Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Síða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Síða 54
* Kristján Arnason Popperismi og marxismi Að undanförnu hafa átt sér stað á íslandi nokkrar umræður, sem í senn hafa verið pólitískar og heimspekilegar, um kenningar Karls nokkurs Poppers um vísindaleg vinnubrögð og lögmál vísindalegra uppgötvana og kenninga. A hinum óæðri enda þessara umræðna hafa ungir íhaldsmenn reynt að kasta rýrð á vinstristefnu með því að tönnlast á athugasemdum Poppers í þá átt að marxismi væri afsannaður. Ef þessir aumingjar vissu bara hversu frábærlega vel framferði þeirra kemur heim við hugmynd gamla Marx um það að kenningar í „vísindum“ og trú séu að miklu leyti mótaðar af pólitískum hagsmunum. Nóg um unga íhaldsmenn, þótt margt illt megi tína til um þá. Mig langar hins vegar að fjalla örlítið um það á plani sem ég vona að sé svolítið æðra, hvor hafi betur Popper eða Marx (og þá þrátt fyrir ýmsa vonda liðsmenn sem báðir hafa orðið að þola að dingluðu á eftir þeim). í Tímariti Máls og menningar árið 1975 (36. árg., bls. 245—266) ritar Þorsteinn Gylfason grein sem ber yfirskriftina: Er vit í vísindum? og má segja að hún sé tilefni þessa skrifs. Þorsteinn gerir, að því er ég hef vit til að dæma um þessa hluti, nokkuð glögga grein fyrir nýlegum at- hugasemdum sem gerðar hafa verið um eðli vísinda og árangur af tveim- ur mönnum sem mjög eru virtir í heimi vísindanna nú til dags, þeim Popper og Thomas Kuhn. Nú skal ég játa að ég er heldur ófróður um þessa hluti að því leyti að ég hef lesið fáar af þeim bókum sem Þorsteinn vitnar til, en þó hef ég svolítið gluggað í þessi fræði og velt fyrir mér spurningum um þekkingarfræði og vísindalegt atferli í sambandi við verk sem ég hef verið að vinna að undanförnu. Mig langar að gera nokkrar athugasemdir um þessi mál í þeirri von að þau skjóti ekki alls kostar skökku við heil- brigða skynsemi eða þær hugmyndir sem menn gætu hafa fengið af lestri greinar Þorsteins. Kjarni þeirra hugmynda sem ég þekki, runna frá Popper, er tillaga hans um það hvernig fara megi að því að þekkja vísindi frá öðrum and- 164
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.