Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 61
Popperismi og marxismi
lega þenkjandi reyna stöðugt að fækka þeim möguleikum sem geta staðist
með því að vera sífellt að afsanna kenningar. Aðrir eru fastheldnari á
sinn sannleik, en enginn getur í rauninni verið viss um að hann hafi rétt
fyrir sér. Þess vegna er það sem svo er auðvelt að nota „vísindalegar stað-
reyndir“ í pólitískum tilgangi.
Svarið við spurningunni hvor hafi betur er því: Báðir, en þó kannski
frekar Marx. Þekkingarfræði Humes, sem Popper byggir kenningar sínar
á, er einmitt af þeirri gerðinni sem marxisminn þarfnast. Með þessu móti
er það hugsanlegt fyrir tvo góða og greinda menn að hafa tvær skoðanir
á hlutum, ef hvorug hefur verið afsönnuð og báðar virðast geta staðizt.
Það eru þá aðrar ástæður en vísindalegar sem ráða því hverju þeir trúa.
Meðal þessara ástæðna geta þá verið pólitískir hagsmunir. Baráttan er
þess vegna ekki milli sannleika og lygi, heldur milli mismunandi hags-
muna og mismunandi réttlætishugmynda. Ef menn vilja láta fáa menn
hafa vald yfir fjármagninu, annaðhvort vegna þess að þeir eru sjálfir meðal
þessara fáu útvöldu eða af einhverjum öðrum ástæðum, er lítill vandi fyrir
þá að búa sér til „vísindakenningu" sem réttlætir þetta. En ef menn vilja
auka jafnrétti og koma völdunum til alþýðunnar, þá geta menn aðhyllst
kenningar um sósíalisma. Kröfurnar eru ekki misjafnlega réttar, heldur
misjafnlega réttlátar. Það er svo samviskuspurning fyrir hvern og einn
hvoru réttlætinu hann fylgir, hvort hann vill láta fáa auðmenn hafa vald
yfir örlögum meginþorra alþýðu eða láta heildarhagsmuni samfélagsins
ráða aðgerðum í efnahagslífi og atvinnumálum.
171