Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 67
Frásögn án fyrirsagnar götunum og kirkjuklukkur tóku að glymja og verksmiðjusírenur að væla og bílar að flauta og út um alla glugga streymdi hörpuflóð og fjórraddað- ur söngur fléttaður úr sigurhrópum alþýðunnar. Það var engu líkara en tíminn hefði snúið við og Marcos Perez Jimenez verið velt úr sessi í annað sinn. Þar sem við höfðum hvorki síma né útvarp stukkum við niður stig- ana aftur og veltum því fyrir okkur óttaslegin hvers konar ofskynjunar- veigar okkur hefðu verið byrlaðar í nýársveislunni, og einhver sem hljóp fram hjá okkur í morgunskímunni ruglaði okkur endanlega í ríminu með því að skýra okkur frá hinni ótrúlegusm frétt: Fulgencio Batista hafði flúið úr ræningjastóli með nánustu meðsektarmönnum sínum og var á leiðinni til Santo Domingo um borð í herflugvél. Tveimur vikvun síðar kom ég til Havana í fyrsta sinn. Tækifærið bauðst fyrr en ég hafði vænst, en við hinar óvænmstu aðstæður. 18. janúar, þegar ég var að laga til á skrifborðinu mínu áður en ég færi heim úr vinnunni, birtist maður úr 26. júlí-hreyfingunni móður og másandi á mannauðum ritstjórnarskrifstofunum í leit að blaðamönnum sem vildu fara til Kúbu þetta sama kvöld. Kúbönsk flugvél hafði verið send til Venezuela í þessum tilgangi. Við Plinio Apuleyo Mendoza vorum æstusm áhangendur kúbönsku byltingarinnar og urðum fyrstir fyrir valinu. Við rétt höfðum tíma til að koma við heima og ná í ferðatöskur og svo vanur var ég þeirri tilhugsun að Venezuela og Kúba væru eitt og sama landið, að ég gleymdi að taka vegabréfið með. Þess þurfti ekki. Venezuelski vegabréfaskoðarinn reyndist vera meiri Kúbuvinur en nokkur Kúbani. Hann bað mig að sýna sér eitt- hvað sem nota mætti sem persónuskilríki, og það eina sem ég fann í vös- um mínum var kvittun frá þvottahúsi. Embættismaðurinn stimplaði aftan á hana, skellihlæjandi, og óskaði mér góðrar ferðar. Seinna varð alvarleg hindrun á vegi okkar: það var þegar flugmaður- inn uppgötvaði að blaðamennirnir voru fleiri en sætin í vélinni, og að þyngd farþega og farangurs var meiri en leyfilegt var. Að sjálfsögðu vildi enginn verða eftir og enginn vildi heldur fórna neinu af farangri sínum, og jafnvel starfsmaður flugvallarins var reiðubúinn að leyfa flugvélinni að fara með þessa yfirvikt. Flugmaðurinn var fullorðinn og alvarlegur maður með grásprengt yfirvaraskegg, klæddur í bláan gullbryddaðan ein- kennisbúning gamla kúbanska flughersins, og í tæpa tvo klukkutíma sat hann fast við sinn keip og dugðu engin rök gegn honum, þar til einn úr okkar hópi sagði: x 2 TMM 177
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.