Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Side 69
Frásögn án fyrirsagnar
í blindni, knúin áfram af óttaslegnum hjörtum okkar einum saman. í dög-
un brast óvænt á úrhellisrigning, flugvélin lagðist á hliðina með enda-
lausu braki sem minnti á seglskip á reki, og lenti skjálfandi af kulda með
vélarnar baðaðar í tárum á neyðarflugvelli í Camagúey. En um leið og
stytti upp rann upp vordagur, loftið varð gagnsætt, og síðasta spölinn flug-
um við næstum í hæð við ilmandi sykurakra og grunnsævi með röndótta
fiska og draumkennd blóm á botninum. Fyrir hádegi lentum við innan um
babílonskar hallir ríkustu auðjöfranna í Havana, á flugvellinum í Campo
Columbia, sem síðar hlaut nafnið Ciudad Libertad (Frelsisborgin), gamla
Batista-virkinu þar sem Camilo Cienfuegos8 hafði sest að fáum dögum
áður með flokk sinna furðulostnu bænda. Fyrsm áhrifin sem við urðum
fyrir vom næsta kátleg, því að á móti okkur tóku meðlimir gamla flug-
hersins sem á síðusm stundu höfðu gengið til liðs við byltinguna og vom
nú geymdir í virkinu þar til skegg þeirra hefði vaxið og þeir lim út eins
og gamlir byltingarmenn.
Fyrir okkur sem höfðum átt heima í Caracas allt árið á undan var ákaf-
inn og skapandi ringulreiðin í Havana í ársbyrjun 1959 engin nýlunda.
Þó var nokkur munur á: í Venezuela hafði borgaruppreisn, knúin áfram
af bandalagi andstæðra stjórnmálaflokka með smðningi sterkra afla innan
hersins, steypt úr stóli einræðisklíku, en á Kúbu hafði skriða af fjöllum
sópað burt, í löngu og erfiðu stríði, málaliðaher sem gegnt hafði hlut-
verki hernámsliðs. Þarna var um grundvallarmismun að ræða sem ef til
vill átti þátt í að móta tvenns konar framtíð landanna tveggja, og sem
augljós var við fyrsm sýn þennan sólbjarta janúardag.
Batista hafði gert Havana að óraunvemlegri borg, í því skyni að sanna
fyrir „los gringos", kumpánum sínum, að hann hefði völdin og tryði á
framtíðina. Nýskóaðir sveitastrákar, sem lyktuðu eins og tígrisdýr, vopn-
aðir afgömlum byssuhólkum og klæddir einkennisbúningum sem vom
þeim alltof stórir, reikuðu eins og svefngenglar innan um svimháa skýja-
kljúfa og töframaskínur og hálfnaktar stelpur sem komið höfðu með ferj-
unni frá New Orleans, heillaðar af sögunum um skeggjaða byltingarmenn.
Við aðalinnganginn í Havana Hilton hótelið, sem þá var nývígt, stóð ljós-
hærður risi í brydduðum einkennisbúningi með fjaðrahjálm eins og þykjast-
marskálkur. Hann talaði sambland af kúbönsku og Miami-ensku og gegndi
dapurlegu varðhundsstarfi sínu án minnsm umhugsunar. Hann greip í
hálsmálið á einum blaðamanninum í sendinefnd okkar, blökkumanni frá
Venezuela, og þeytti honum út á miðja götu. Kúbönsku blaðamennirnir
179