Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 70
Tímarit Máls og menningar
neyddust til aS fara á fund hótelstjórans og biðja hann að sjá til þess að
gestirnir, sem streymdu að hvaðanæva úr heiminum, fengju að fara ferða
sinna óáreittir. Þetta fyrsta kvöld kom hópur þyrstra pilta úr byltingar-
hernum inn um fyrstu dyr sem þeir fundu, en það voru þá bardyrnar á
Havana Riviera hótelinu. Þeir vildu aðeins vatn að drekka, en yfirþjónninn
vísaði þeim á dyr af mikilli kurteisi. Við blaðamennirnir sóttum þá og
buðum þeim sæti við borð okkar með tilburðum sem líktust lýðskrumi.
Seinna frétti kúbanski blaðamaðurinn Mario Kuchilán af þessu atviki og
lét í ljós skömmustu sína og reiði.
— Þetta verður ekki lagfært nema með raunverulegri byltingu, sagði
hann við okkur, — og ég lofa ykkur að við munum framkvæma hana.
Skýringar:
1) niðrandi heiti á Bandaríkjamönnum, mjög algengt í Rómönsku Ameríku.
2) kúbanskur listmálari.
3) einn þekktasti núlifandi rithöfundur á Kúbu, af eldri kynslóðinni.
4) Hérað á Kúbu, heimkynni þjóðskáldsins Nicolás Guillén.
5) Byltingarhreyfing Fidels Castro, nefnd svo til minningar um árásina á Mon-
cada-herbúðirnar 26. júlí 1953.
6) skipið sem Fidel Castro og menn hans sigldu frá Mexico til Kúbu í nóvem-
ber 1956.
7) alþýðlegur, kaþólskur dýrlingur, sem trúað fólk heitir gjarna á þegar mikið
er I húfi.
8) vinsæll byltingarforingi á Kúbu. Fórst í flugslysi árið 1959.
Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi.
180