Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Síða 73
Um Vagn Lundbye og bcekur hans
Vagn Lundbye hefur kynnst menningu indíána af eigin raun og lýst því
sem fyrir hann hefur borið á ferðum hans í bókinni „Den indianske tanke“
(1974). Arið 1972 kom út smásagnaflokkur sem byggist á sögnum og sögu
indíána: „Her ligger min yucca frugt“. Arið 1975 gaf Vagn Lundbye út
tvö bindi texta um og eftir indíána undir nafninu „Alt er liv“.
Indíánar í Norður-Ameríku eiga útrýmingu yfir höfði sér, og má vel
bera saman stöðu þeirra og eskimóa (inutita) og sama. Indíánar búa í litl-
um, ófrjósömum og afskekktum héruðum í Bandaríkjunum sem stjórn-
völd þar hafa úthlutað þeim sem „verndarsvæðum“. En indíánar reyna
á sjálfum sér vandamál Bandaríkja samtímans: þeir eru fátækir, heilsufar
þeirra er slæmt, iðnvæðing leiðir yfir verndarsvæðin mengun og eyðingu
náttúrunnar.
Síðan meirihluta indíána Norður-Ameríku var útrýmt með grimmdar-
legum hætti hefur þessi þjóð verið hin vonda samviska opinberra aðila þar
í landi, og mikil orka hefur verið í það lögð að leysa „indíánavandamálið“.
Menn hafa sent á vettvang trúboða, boðið hefur verið upp á möguleika
til mennmnar, reynt að draga indíána inn í iðnvæðinguna, en allt hefur
þetta borið rýran árangur. Indíánar hafa þekkt óvin sinn og beitt tregðu-
andófi gegn því að innlimast í bandarískt þjóðfélag.
Nú á tímum em því til tvenns konar indíánar. Annars vegar eru þeir
sem hafa tileinkað sér bandaríska siði og hafa látið USA gleypa sig. Hins
vegar indíánar sem halda trúnað við fornar hefðir og ættasamfélagið.
Vegna þess yfirgangs og þeirrar þróunar sem ógnar sjálfri tilveru indíána
hafa þeir þróast til róttækni sem trúnað halda við fornar hefðir. Þeir hafa
bundist samtökum með AIM (American Indian Movement) og látið til sín
taka meðal annars með því að taka á sitt vald fangaeyjuna Alcatraz og hið
sögufræga pláss Wounded Knee.
Styrkur indíánanna í barátm gegn bandarískri kúgun hefur fyrst og
fremst komið fram í samheldni þeirra, sem menn hafa af bandarískri
hálfu reynt að brjóta niður með öllum ráðum. Indíánar sækja einnig styrk
í sjálfan hinn indíánska hugsunarhátt, sem er samofinn menningarerfð
þeirra. Það er einkum þessi hugsunarhátmr sem Vagn Lundbye hefur reynt
að vekja athygli á, þar sem hann telur að í honum séu lifandi hugmyndir
um náttúm, mannlegt samfélag og samspil þar á milli sem vestræn menn-
ing hefur glatað.
í bókinni „Den indianske tanke" spyr Vagn Lundbye á einum stað ung-
an indíána úr AIM hver hún sé þessi indíánska hugsun. „Hún er líklega
183