Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Síða 76
Tímarit Máls og menningar
hefði í rauninni aðeins verið eitthvað sem þau ímynduðu sér. Draumur
eða martröð sem þau vöknuðu nú upp af. Nema þetta væri árangurinn af
því að þau höfðu fram til þessa látið sem hann væri ekki til. Árangur sem
þau áttu sem sagt öll sinn hlut að og sem í stuttu máli þýddi að þau höfðu
losnað við hann. Eða réttara sagt, að þau höfðu ekki aðeins losnað við
hann heldur útrýmt honum svo gersamlega að hann hafði í rauninni aldrei
verið til. Eins og raunin var á með dverga- og tröllalíkneskjurnar sem þau
höfðu rekist á í hrauninu en sem nú voru aðeins til sem skuggar á gljá-
andi iitfilmum þeirra.
Það yrði eiginlega þá fyrst, þegar leiðsögukonan spyrði að venju í há-
talarakerfi rútunnar hvort einhvern vantaði, að bæði léttirinn og ráðaieysið
vegna fjarveru litla mannsins leiddi til sýnilegra og sameiginlegra viðbragða.
Einn hinna framtakssömu spyrði varlega hvort það vantaði ekki litla
manninn í gráu gaberdínfötunum og þar af vaknaði vissan um þetta til lífs
og breiddist út um rútuna. Jú, það virtist sem hann vantaði, en ætli hann
hafi ekki aðeins gengið erinda sinna og komi hlaupandi eftir andartak.
Hann vildi nefnilega helst ekki með inn í hraunið svo varla gæti hann
verið langt undan. Ef bílstjórinn lægi nú nógu lengi á flautunni skyti
hann örugglega upp kollinum.
Hægt og sígandi yrði ekki aðeins lesandanum eða áhorfandanum heidur
einnig öllum í rútunni ljóst að hann kæmi ekki. Og það af þeirri einföldu
ástæðu að hann væri horfinn.
Það sem í fyrsm hafði verið þeim léttir og í hæsta máta skapraun
breyttist nú óðfluga í gremju. Það vantaði bara að maður þyrfti nú líka
að þola hvarf hans. Og ekki bætti það úr skák að þetta gat vel orðið tii
þess að þau næðu ekki vélinni til Reykjavíkur á Akureyri.
„Svei mér þá ef hann hefur ekki farið inn í hraunið upp á eigin spýtur,“
sagði lögfræðingurinn frá Kaupmannahöfn titrandi röddu.
„Já, en þá skil ég ekki af hverju hann sat eftir í rútunni þegar við hin
fórum öllsömul,“ hrópaði norðmaður nokkur.
Við útgöngudyrnar stóð holdugur þjóðverji og tjáði bílstjóranum og
leiðsögumanninum að hann þyldi ekki að ganga meira í dag, en hins vegar
lægi það í augum uppi að það væri nauðsynlegt að senda nokkur hinna
inn í hraunið í leit að þeim týnda.
Að lokum töluðu allir í einu. En þau gerðu sér fyrst raunverulega grein
fyrir því hve ástandið væri alvarlegt þegar leiðsögumaðurinn lýsti yfir því
í hátalaranum á dönsku, ensku, þýsku, frönsku og íslensku að það yrði
186