Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Blaðsíða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Blaðsíða 79
King Kong á Islandi Ljósar gaberdínbuxur hans voru alltof stórar og héngu um sitjandann og sömuleiðis huldu víðar skálmarnar algerlega skóbúnaðinn. Jakkinn var krumpaður og þegar hann fór úr honum augnabliki síðar sáum við að hann var í treyju innan undir með alltof stuttum ermum, stagbættum á olnbogunum. Hann var sennilega um 55 ára að aldri og hárið var feitt og límdist við skallann. Þar að auki var hann með stór gleraugu sem runnu í sífellu niður eftir nefinu. En það sem vakti helst athygli okkar fyrir utan síðan buxnarassinn voru án efa risavaxnar hendur hans sem voru svartar af þéttum hárvexti og hreyfðu sig látlaust eftir endalausum orðastraumn- um. „Eins og dökkir fuglar,“ hvíslaði ensk kona og renndi um leið aug- umrni eftir þeim. Við ræddum oftar en einu sinni á þessari löngu reisu hvernig það hefði yfirhöfuð getað gerst að þessi mannvera sem ekkert skildi hafði hafnað alla leið uppi á Islandi. Mörg okkar hölluðust að þeirri skoðun að hann hefði líkast til unnið ferðina í einhverri vikublaðasamkeppni í heimalandi sínu — hvort sem það svo var Albanía eða Grikkland. Sennilega hafði það viljað þannig til. Að minnsta kosti var það eina til- gátan sem nægði okkur nokkurn veginn. Þegar unga stúlkan, sem var leiðsögumaður okkar í ferðinni, hafði gefið leyfi sitt til að hann slægist í hópinn lagði hann hlæjandi af stað niður eftir vagninum. Mörgum sinnum nam hann staðar og sneri sér að þeim sem næstir sátu, t. d. miðaldra þýskum hjónum sem hann benti með vísifingri á línu í einum af þeim pappírum sem hann hélt á í hendinni. Hann rak höfuðið alveg ofan í þá og talaði með miklum innileika. Benti svo ákaft út um gluggann og því næst inn undir jakka sinn, ef til vill í átt að hjartanu, samtímis því sem hann ranghvolfdi augunum til útskýringar. Þjóðverjinn kinkaði kolli, færði sig svo aðeins nær konu sinni og reyndi að sjá út um gluggann og þannig gekk þetta þar til litli maðurinn missti jafnvægið í einni beygjunni og valt ásamt pappírum sínum í fangið á þeim tveimur. Konan rak upp smá skræk, maður hennar reyndi að forða sér og leið- sögumaðurinn, sem var að tala í hátalarann um helstu þætti ferðarinnar, sleppti tafarlaust hljóðnemanum og kom hlaupandi til hjálpar. Með sameiginlegu átaki tókst þeim að reisa litla manninn á fæturna aftur, og sömuleiðis söfnuðu þau gleraugum hans og pappírum saman og 189
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.