Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Blaðsíða 86
Hmarit Mdls og menningar Konurnar höfðu klifrað niður um annað opið og mennirnir um hitt. Hér var um stór vötn að ræða sem hvort um sig teygði sig inn í bergið og maður gat því synt þó nokkurn spöl inn í myrkrið. Það var þægilegt að vera í vatninu, en að mestu leyti hafði sundfólkið haldið sig í daufri skímunni við hellismunnana. Þá gerðist það á meðan nokkrir hinna nöktu manna svömluðu þarna fram og aftur að þeir komu auga á litla manninn uppi á klettabrúninni þar sem hann stóð og var að hneppa niður buxnaklaufinni. Bílstjórinn öskraði umsvifalaust upp til hans og „King Kong“ hætti þá að vísu, aðallega vegna þess hve honum brá, en svo beygði hann sig fram á við haldandi um gleraugun og kom að lokum auga á sundfólkið. Þegar hann hafði gert sér grein fyrir því hverjir lágu niðri í vatninu rak hann upp gleðióp og tók sundtökin með bæði höndum og fótum. En því næst hneppti hann niður afganginum af hnöppunum og meig lengi niður bratta klettaveggina. Síðan fór hann yfir að næsta opi og sat þar og veifaði niður til naktra stúlknanna. „Svona djöfuls sóði,“ kvað danski lögfræðingurinn upp úr þegar við fórum loks öll í þyrpingu inn í matsalinn þar sem langborð hafði verið dúkað fyrir okkur. „King Kong“ var hvergi að sjá. Flest okkar gáfu þó dyrunum gætur og við urðum því öll vitni að komu hans skömmu síðar. Hann kom sigri hrósandi inn með úttroðna vasa og hendurnar fullar af tyggigúmmipökk- um. Það voru tvö sæti laus við hliðina á fyrrverandi sænskum ofursta sem tókst á síðustu smndu að fjarlægja næsta disk svo að „King Kong“ sat aleinn alveg upp við vegginn. Að vísu beint á móti dönsku hjónunum sem lentu í áköfu rifrildi þegar „King Kong“ tók út úr sér gervitennurnar og lagði á dúkinn fyrir framan diskinn. Fyrst var borin fram súpa, og ekki hafði þjónninn fyrr sett súpuskálina fyrir framan „King Kong“ en hann greip stóra ausuna og fleytifyllti diskinn sinn. Einkum var hann hrifinn af kjötbollunum og hann stóð lengi uppréttur og leitaði þeirra á botninum. Þegar hann var orðinn ánægður með árangurinn af erfiði sínu rétti hann drjúpandi ausuna þvert yfir dúkinn til dönsku hjónanna sem sátu og störðu á hann. Að endingu bærði daninn á sér, þ. e. a. s. benti með einum fingri á 196
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.