Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Síða 88
Tímarit Máls og menningar
um og dýrum, ferlíkjum og fólki sem náttúran hafði skapað. Til dæmis
komum við að gíg nokkrum og sáum á botni hans eitthvað sem líktist
górillu og sem bílstjórinn og fleiri reyndu að hæfa.
Annað sem hreif huga okkar var að hvergi óx hér stingandi strá. Við
sáum ekkert lífsmark, engan fugl eða skordýr, og leiðsögumaðurinn sagði
okkur að það væri að mestu vegna þess að vatnið væri ódrekkandi sakir
brennisteins og þess háttar.
A meðan við sámm og sóluðum okkur uppgötvuðum við að vindinn
hafði lægt og eftir smásmnd þögðum við öll og teyguðum í okkur hina
miklu kyrrð landslagsins.
„Hin forsögulega þögn,“ sagði danski lögfræðingurinn að lokum og
ímyndaði sér að einhvern tíma hefði verið svona umhorfs á allri jörðinni.
Annars hafði hann næstum því villst eitt sinn er hann þurfti að ganga
örna sinna og um stund höfðum við rætt hvort við ættum að fara að leita
hans.
„Já, hin mikla þögn og hin mikla auðn,“ hélt þjóðverji nokkur áfram
og vísaði til alls landslagsins með einni handahreyfingu.
„En hvað með eldgosin og jarðskálftana,“ mótmælti ein af amerísku
stúlkunum.
„Já, en hér var enginn sem gat heyrt neitt,“ svaraði þjóðverjinn, „og
án slíkrar vimndar má vel svo að orði komast að allt hafi verið kyrrt og
óumbreytanlegt."
„Hvað ef allt hefur verið misskilningur þaðan í frá,“ spurði leiðsögu-
maður okkar. „Hvað ef hláturinn er í rauninni grámr, hvað ef lífið er
dauði?"
Það var komið mál til að leggja af stað og ófús örkuðum við í þyrpingu
út í volduga náttúruna.
Flest okkar höfðu í sannleika sagt gleymt „King Kong“ þegar við
komum aftur að mannlausri rúmnni og uppgötvuðum að hann var horfinn.
Ingibjörg Sverrisdóttir þýddi.
»
198