Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 90

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 90
Tímarit Máls og menningar og langaði til að kyssa hana en þorði það ekki því það er sagt að ef maður kyssir skepnu eigi hún skammt eftir ólifað og maður vill ekki espa Drottin upp. Nóg er samt. Hún rak kúna út fyrir túngarðinn þegar hún var búin að mjólka og gekk svo heim. Þegar hún var komin inn að dyrum settist hún á bæjar- helluna og lét mjólkurskjóluna á hlaðið við hliðina á sér. Það var sosum nógu fallegt í Holti: grænt og vel slétt tún og myndarlegur bær, en það skipti engu. Hún var að horfa eftir slóð hrossanna og hún heyrði frísið og hófatakið. Hún var í Efstakoti og það var búinn að vera éljagarri allan daginn og hún var að fara að sofa. Hún háttaði, strauk magann svolítið og hugsaði um hvernig það yrði þegar barnið kæmi. Þegar hún var lögst út af fann hún aftur læðast að sér þörfina til að hlusta eftir því. Hún vissi að ef hún færi að hlusta og ef hún heyrði það kveldist hún öllum helvítis kvölum. Hún reyndi að muna gott orð til þess að fara með en nú mundi hún ekki neitt. Það eina sem henni datt í hug var að segja Guð, Guð, Guð og það sagði hún upphátt aftur og afmr. Svo fannst henni hún heyra eitthvað og spennt af æsingi lagði hún við hlustir. Það var einhver að ganga um gólf í baðstofukytrunni, rétt eins og Hrólfur var vanur að gera. Hægum skrefum gekk hann fram og aftur og staðnæmdist alltaf lítið eitt áður en hann sneri við. I hvert skipti sem hann nam staðar og fótatakið þagnaði, fannst konunni hún vera að hrapa. Hún stóð á klettabrún og nibban undir fót- unum var allt í einu í lausu lofti og öskrið byrjaði að brjótast út úr henni. Smndum gekk hann af stað áður en öskrið kom og þá hvarf það inn í hana aftur því þá vissi hún að hann myndi ekki koma að rúminu í það skipti. Stundum gat hún ekki beðið eða hugsað sér að bíða og þá byrjaði hún að æpa um leið og hún vissi að hann næmi staðar og byrjaði um leið afmr ef allt var hljótt þegar hún þagnaði. Hún stóð upp um miðja nótt, eina af mörgum sem allar vom eins. Hún klæddi sig í þæfðar prjónabræk- ur og allar aðrar dulur sem hún fann. Hún krossaði sig stöðugt og gekk fram gólfið. Það var skellihurð við innri endann á göngunum. I efra hornið á henni var fesmr spotti sem lá í gegnum lítið kefli sem var fest á vegginn við hurðina. I hinum endanum á spottanum var lóð. Þegar dyrnar vora opnaðar upp á gátt dróst lóðið upp að gatinu sem borað hafði verið í keflið. Þegar hún sleppti hurðinni skall hún afmr á eftir henni. Göngin vora ekki nema nokkur skref á lengd og þegar hún opnaði úti- dyrnar skall élið í andlit hennar eins og vöndur. Barnið sem hún gekk með 200
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.