Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 97

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 97
Bókin hefst á langri og rækilegri lýs- ingu á vist Tryggva í Arnesi, störfum þar og eftirminnilegum viðburðum. Lýsingin á sveitinni, lífi fólks og örlög- um og þó umfram allt daglegum störf- um þess, er haglega gerð og í fullu sam- ræmi við fyrri frásagnir Tryggva. Eftir- minnilegar eru lýsingar á tengdafólkinu, nærfærnar og nærgætnar en um leið ljóslifandi. En slík er háttvísi Tryggva, og kannski mætti um leið segja tryggð við hefðbundna íslenska hlutlægni í frásögn, að hann lætur með öllu hjá líða að segja eigin ástarsögu. Oll sagan af því sem afdrifaríkast kom fyrir Tryggva á þessum árum felst í þessum yfirlætislausu orðum: „En það sem hafði gerst var að við Steinunn tókum fastar saman höndum og fórum I sjálfs- mennsku vorið 1925... I júnílok rið- um við Steinunn á Krókinn og gengum í hjónaband en héldum síðan áfram slætti og rakstri." Sami háttur er reynd- ar hafður á í allri bókinni: hin nán- usm persónulegu samskipti eru ekki rakin. Þau eru höfundinum ekki frá- sagnarefni, ekki söguleg. Margt er vel um frásögn Tryggva af Skagafjarðardvölinni og frásagnargáfa hans nýmr sín vel í umfjöllun um marg- víslegt búskaparbasl og kímileg atvik sem því eru tengd. Oneitanlega er þó lesandi orðinn nokkuð langeygður eftir frásögnum af stéttaátökum fjórða ára- tugarins þegar að þeim kemur. En það er ekki fyrr en eftir langan þátt sem segir frá búskaparbasli, fyrst í Oxnadal og síðan í Glerárþorpi. Þessi síðast taldi þáttur er í rauninni merkileg heimild um sögu sem er að miklu leyti óskráð, en það er sú blanda af landbúnaði í smáum stíl, fiskveiðum og daglauna- vinnu sem einkenndi atvinnuhætti í þorpum og kauptúnum á fyrri hluta Umsagnir um bcekur þessarar aldar og sums staðar nokkru lengur. Tryggvi er sem fyrr skyggn á sagna- efni, sum raunaleg og önnur kímileg, dregnar eru upp lifandi myndir af fjölda fólks og enn fleiri eru nefndir til sögu. Þessi manngrúi í bókinni á auðvitað sinn þátt í að gera hana að þeirri lifandi samfélagslýsingu sem hún er en svo fer þó stundum að manni þykir ýmsu slíku efni ofaukið, að það dragi úr heildar- áhrifum verksins. I sjálfu sér á þetta allt skilið að standa á bók og mundi vart lýta miðlungsævisögu, en einmitt af því að verk Tryggva er svo eftirminnileg og áhrifamikil heild finnst manni að ýms- um smálegum og persónulegum fróð- leik hefði mátt sleppa. Sumt af því er þó bersýnilega tengt einum af mann- kostum höfundar, ræktarsemi hans við vini og samherja. Frásagnir af stéttaátökum fjórða ára- tugarins eru margar áhrifamiklar og fróðlegar. Harkan í stéttaátökunum er mikil og stéttaskiptingin glögg. Þetta kemur þó ekki í veg fyrir að samskipti einstaklinga úr mismunandi stéttum geti verið mannleg og vinsamleg, en þegar til átaka dregur er enginn bil- bugur á Tryggva eða hik í vitund hans. Það er merkilegt að lesa hve sjálfsprott- in en jafnframt meðvituð stéttarvitund Tryggva er. Við fylgjumst með þvf hvernig hann harðnar við hverja raun og gegnir æ mikilvægara hlutverki, þó hann í hógværð sinni geri jafnan lítið úr sínum hlut. í stéttaátökunum er það hópurinn og samstaðan en ekki einstakl- ingar sem hér birtist sem hinn sterki. Einmitt af þessum sökum verður per- sónuleg saga Tryggva um leið það sem almennasta skírskomn hefur í bókinni. Hann hefur þó jafnframt reynt að draga talsvert efni úr almennri stjórnmálasögu 207
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.