Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Síða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Síða 106
Tímarit Máls og menningar yfir högum og hugsunum þessa fólks að manni verður jafnvel á að taka undir með höfundi Vefarans í seinni tíð og spyrja: „Þjóðfélagið, hvaða skepna er það?“ Magnleysi manna að breyta farvegi lífs síns er óskýrt í sögunni, einnig það að þeim sem hefur ætlað sér að breyta þjóðfélaginu stendur ekki annar „sam- ræmdur verknaður" til boða en sá að farga sér. Það er því fyrst og fremst ástríðuleysið sem heldur söguhetjunni á lífi við sviðsetningu síns einkafárán- leika söguna á enda. Frásögnin er víða nostursamlega unn- in en sum samtölin innantóm og rugl- ingsleg, sem mun reyndar fullkomlega við hæfi. Frá öllu þessu er reyndar undantekn- ing ástarsaga þeirra Ottars og Odile sem er sérkennilega hugtæk, kannski vegna þess að hún átti sér stað meðan allt var enn nokkurn veginn með felldu. Atburðir ársins 1968 koma einnig mjög við sögu í nýrri skáldsögu Egils Egilssonar.2 Þeir eru sá möndull sem söguefnið snýst um heilan hring og stað- næmist svo um það bil í sömu kyrr- stöðu sem fyrr. Sögu-„hetja“ er saklaus sveitapiltur að norðan sem stundar nám í Kaupmannahöfn og sem landar taka þar í karlmennskutíma til að herða hann undir þrekraunir og lystisemdir lífsins. Pilturinn, Ingi, reynist námfús og efni- legur. Þeir eiginleikar sem einkum eru í heiðri hafðir í þessum hópi eru til- finningakuldi („bíkúl" = be cool) og botnlaus fyrirlitning á konum. Flöfund- ur stendur álengdar og lýsir þeim stall- 2 Egill Egilsson: Karlmenn tveggja tíma. Skáldsaga. Helgafell. Reykjavik 1977. bræðrum og afstöðu þeirra til gestgjaf- anna: Þeir líta á danina eins og einhverja hérvillinga í þessum heimi sjöunda áratugsins. Þeir heita allir Niels nema Henrik sem heitir Jprgen. Og það er einhvern veginn dæmigert fyrir þá að vefja hálfháum sokkunum utan um skálmarnar upp undir hné. Danirnir telja þá sjálfsagt lika hérvillinga í þessu landi þeirra. Þeir staðnæmast þegar íslendingarnir ganga framhjá í hóp, háir og myndarlegir og það geisla af þeim kyntöfrar karlmannsins. Og það dynur undir eins og vísundahjörð fari hjá. (63) En þessir eftirsóknarverðu eiginleik- ar eru kröfuharðir líka, og þar kemur að þeir verða þeim sem nefndur er Don Pedro og þrautseigastur er í hópnum, ofraun og hann fyrirfer sér. Ingi tekur að erfðum eftir hann þá stúlku sem hann hefur haft mest við og kallað því virðulega nafni Æðstupussu, og þau fara að búa saman. Ingi lýkur námi og tekur að því loknu að festa sig í sessi í dönsku atvinnulífi. Um svipað leyti fer að brydda á nýstárlegum viðhorfum: Svo komu tímar þegar það fór að tíðkast meðal ungs fólks að gagnrýna allt og alla. Fyrst hélt hann að þetta væri tískufyrirbrigði. Svo fór hann að neyðast til að trúa því að eitt- hvað væri á bakvið þetta. Þýskaland logaði í slagsmálum í nokkra mánuði. I Frakklandi endaði með því að de Gaulle laumaðist á fund herja sinna að fylkja þeim í borgarastríð gegn stúdentum og verkamönnum. Danskir stúdentar hertóku skólastofnanir sín- ar. Islendingar fóru að taka við sér. Meira að segja Ingi fór að telja sig 216
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.