Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 13
Adrepur fremst verið borin uppi af tvenns konar manngerð, annars vegar stjórnmálafólki og hins vegar listafóiki. Nú á síðari árum hefur þáttur menntafólks, og alveg sérstaklega sérfræðinga um hernað, aukist. Nú skyldi maður halda að þáttur íslenskrar verkalýðshreyfingar væri ekki smár í þessu meginmáli þjóðfrelsis á Islandi. Því miður hefur verkalýðshreyfingin ekki borið gæfu til að standa þar í fylkingarbrjósti og má vera að þar valdi miklu sú arga blekking sem haldið er á lofti að herinn og framkvæmdir hans á Miðnesheiði sé baktrygging íslensks verkafólks gegn atvinnuleysi. I röðum ASI eru svo sannarlega til einarðir andstæðingar hersetunnar en þeir hafa löngum þurft að berjast hart fyrir skoðunum sínum, og íslensk verkalýðshreyfing er svo sannarlega langt frá því að vera einhuga í þessu máli. Strax við fyrstu almennu umræður um leigu eða sölu íslensks lands til hernaðarmannvirkja skipaði allt marktækt listafólk sér í andstæða fylkingu við hernaðar- og hernámssinna, einungis nokkur föl lítilmenni tístu eftir nótum þeirra. Og svo hefur verið allar götur síðan. Allt marktækt listafólk hefur barist móti her, samið, rist og sungið móti her. Friður er sameiginlegt hjartansmál þeirra, og ef grannt er skoðað þá eru svo til allir í hjarta sinu mótfallnir erlendri hersetu, — til eru þeir sem óttast Rússann — og ekki að ástæðulausu, — og telja því að herinn sé nauðsyn svo lengi sem Rússi ekki læturaf dólgshætti sínum, en þeir hinir sömu eru engu að síður í hjarta sínu mótfallnir hersetunni. Ef litið er á það listafólk íslenskt sem best hefur þótt á erlendri grund kemur það í ljós að allt er það með sama marki brennt í afstöðu sinni til hersins. Það ætti ekki að þurfa að þylja hér langan lista. Bestu rithöfundar landsins og bókmenntalegt andlit okkar gagnvart umheiminum, standa þar saman, Halldór Laxness, Olafur Jóhann Sigurðsson, Svava Jakobsdóttir, Thor Vilhjálmsson, Vilborg Dagbjartsdóttir, Hannes Pétursson, Jakobína Sigurðardóttir, Snorri Hjartarson. Sama er uppi á teningnum í öðrum listgreinum, myndlist, tónlist. Og að því er best verður séð er engin breyting á þessu viðhorfi. Ungt listafólk gengur fram undir sama merki, hefur þá íslensku vitund sem skerpt var á tímum ungmennafélaga og Framsóknarflokks með hugsjón. Og þá er komið að þætti stjórnmálafólks. Mikið held ég að skrumskælingar Framsóknarflokksins megi skammast sín á efsta dómi að þurfa að horfa framaní hugsjónir síns gamla flokks. En það er fleira en framsóknarfólk sem þyrfti að kunna að skammast sín. Sósíalistaflokkurinn gamli þótti nokkuð harður í horn að taka. Hann var meira að segja talinn hættulegur, svo hættulegur að hans vegna þótti nauðsyn- legt að brjóta stjórnarskrána þegar alþingi trúlofaðist hernum. Svo liðu tímar 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.