Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 14
Tímartt Máls og menningar fram og loks var Bandalag alþýöunnar samansett, hafið á legg og fært á þing. Stór orÖ þingfólks Bandalagsins um brottför hersins vöktu von og fögnuö í brjóstum þeim sem geta fundið til. Um skeið átti Alþýðubandalagið, — vegna stórra fyrirheita sinna um þjóðfrelsismál, — meira fylgi listafólks en dæmi eru um á byggðu bóli. Það fór líka svo að Alþýðubandalagið fór inn í ríkisstjórn- irnar, hverja á fætur annarri og hafði yfir eiðstaf sinn um brottför hersins. Efndirnar döpruðust. Lengi vel var einhverju þjóðþrifamáli kennt um, einhverju sem ekki var hægt að fórna, einhverju sem hafði algeran forgang. Lengi vel var það landhelgin. Það var bókstaflega ekki hægt að hafa hann Lúðvik utanstjórnar þegar mikil forlög smárrar þjóðar skyldu ráðin. Stundum var það atvinnan. Þá var því við brugðið að ekki væri hægt um sinn að ná fram þessu máli af því að önnur mál væru mikilvægari. Mikilvægari? Eru til nokkur mál mikilvægari fyrir eina þjóð en það að hafa ekki erlendan her i landinu. Spyrjum Tékka, Ungverja, Pólverja, Víetnama, Kóreubúa, Afgani, spyrjið þið fólkið i Hondúras, Guatemala, Nicaragua. Nú er landhelgin teygð til hins ítrasta. Atvinnuleysið í núlli. Verðbólgan,— samkvæmt Þjóðvilja og Tíma, — á svo hröðu undanhaldi að hún er bráðum úr augsýn. Hvað skyldi þá verða fundið upp næst sem talið er meira aðkallandi en það að koma burt hemum? Kannski hækkun súráls í hafi? Einn gagnmerkur ráðherra Alþýðubandalagsins lét blaðamann sinn hafa eftir sér að það væri móðgun við fullvalda þjóð að vilja ekki koma á fund með sér i Kaupmannahöfn. Það má vel vera að það sé móðgun við íslensku þjóðina að vilja ekki sitja fundi með Hjörleifi Guttormssyni og hlusta á hann halda fimmklukkutímaræðuna. En það er auðvitað engin móðgun við einn eða neinn að svíkja þær vonir sem við hann voru bundnar. Einn atburður er mér öðrum minnisstæðari frá sumrinu sem leið. Það er Stokksnesgangan. Stokksnes er sand- og klapparrif á suð-austurhorni landsins. Þar er stór bandarísk radarstöð og herflokkur til að gæta hennar. Það var gengið frá herstöðinni til Hafnar í Homafirði, — sólin skein glatt yfir fjöllum og jöklum og standbjörgin köstuðu kveðju á gesti. Stokksnes stendur í því kjör- dæmi sem eitt sinn bar rauðastan lit. Á ofanverðum þingferli sínum var Lúðvík fyrsti þingmaður kjördæmisins. í Stokksnesgönguna mætti enginn, — enginnnnnn þingmaður Alþýðu- bandalagsins nema Ólafur Grímsson, sem hélt þar góðar tölur og stóð sig vel. Hvar vom hinir níu? Á hvaða súrálamiðum voru þeir að dorga? En vert er að geta þess sem vel er. 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.