Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 17
Ádrepur íbúðahverfi. En við konur námuverkamanna höfum aðeins örlítinn kofa á leigu, og þegar mennirnir okkar deyja eða veikjast og eru reknir fáum við þriggja mánaða frest til að flytja úr honum og erum þá á götunni með börnin okkar. Þannig er þetta, og ég spyr yður: Er yðar aðstaða á nokkurn hátt sambærileg við mína, getið þér fundið nokkuð sameiginlegt?" Það fylgir ekki sögunni hverju sú mexíkanska svaraði, enda liggur það í augum uppi að þótt líkamsbyggingin sé báðum þessum konum sameiginleg í því sem máli skiptir, þá er annað sem greinir þær í sundur. — Mismunandi efnahagur. — Og þar sem pólitík snýst um það, hvernig efnum og aðstæðum er skipt á milli manna, þá finnst mér eðlilegra að afstaða sé tekin til hennar á grundvelli stéttar en kynferðis. Og ég tek þá afstöðu að það sé nauðsynlegt að skerða forréttindi kvenna eins og þeirrar ríku mexíkönsku til þess að hægt sé að bæta kjör þeirra sem búa við álíka örbirgð og áhrifaleysi og sú fátæka bólivíska. Ég tek sem sagt afstöðu með sumum konum á móti öðrum, þó ég viti að við fáum allar sams konar sting í brjóstið þegar börnin okkar gráta. Og mig furðar á því að sú hugmynd skuli vera komin úr röðum róttækra kvenna á íslandi að hægt sé að setja fram pólitíska stefnu á grundvelli fals- kenningar eins og þeirrar að reynsluheimur kvenna sé einn í þeirri veröld sem er. Það getur vel verið að hann ætti að vera einn, eins og það getur vel verið að allir menn á jörðinni séu bræður og systur ef öllu er á botninn hvolft. Jesús Kristur reyndi að boða það þverpólitíska fagnaðarerindi, en það hefur samt ekki tekist að stofna kristilegan stjómmálaflokk öðru vísi en hann yrði flokkur ákveðinna stétta um leið. Það sama hlýtur að gilda um kvennaflokka. Konur verða að bjóða fram sem róttækar konur, miðjukonur eða hægfara konur, en ekki sem bara konur. Höfundur Völuspár var kannski sorglega raunsær þegar hann orti: „Bræður munu berjast“, og ég ætla að leyfa mér að bæta við, — systur sömuleiðis. — Ekki síður þegar þær em orðnar nógu frelsaðar undan kúgun bræðra sinna til að láta sér detta í hug að stofna flokk. Og þó mér þyki framtakið í sjálfu sér gott og bera framsókn kvenna í okkar þjóðfélagi nokkurt vitni, þá geðjast mér ekki hugmyndin að baki. Jafnréttisbarátta kvenna er þó vissulega þverpólitísk barátta öðrum þræði, en kosningar til ríkis- og sveitarstjóma eru það ekki, þær endurspegla og tjá átök stéttanna og í þeim átökum eiga sumar konur samstöðu með sumum körlum gegn öðmm konum og þeirra körlum. Síðan halda átökin á milli kynjanna Framhald á bls. 120 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.