Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 17
Ádrepur
íbúðahverfi. En við konur námuverkamanna höfum aðeins örlítinn kofa á leigu, og
þegar mennirnir okkar deyja eða veikjast og eru reknir fáum við þriggja mánaða frest
til að flytja úr honum og erum þá á götunni með börnin okkar.
Þannig er þetta, og ég spyr yður: Er yðar aðstaða á nokkurn hátt sambærileg við
mína, getið þér fundið nokkuð sameiginlegt?"
Það fylgir ekki sögunni hverju sú mexíkanska svaraði, enda liggur það í
augum uppi að þótt líkamsbyggingin sé báðum þessum konum sameiginleg í
því sem máli skiptir, þá er annað sem greinir þær í sundur. — Mismunandi
efnahagur. — Og þar sem pólitík snýst um það, hvernig efnum og aðstæðum er
skipt á milli manna, þá finnst mér eðlilegra að afstaða sé tekin til hennar á
grundvelli stéttar en kynferðis. Og ég tek þá afstöðu að það sé nauðsynlegt að
skerða forréttindi kvenna eins og þeirrar ríku mexíkönsku til þess að hægt sé að
bæta kjör þeirra sem búa við álíka örbirgð og áhrifaleysi og sú fátæka bólivíska.
Ég tek sem sagt afstöðu með sumum konum á móti öðrum, þó ég viti að við
fáum allar sams konar sting í brjóstið þegar börnin okkar gráta.
Og mig furðar á því að sú hugmynd skuli vera komin úr röðum róttækra
kvenna á íslandi að hægt sé að setja fram pólitíska stefnu á grundvelli fals-
kenningar eins og þeirrar að reynsluheimur kvenna sé einn í þeirri veröld sem er.
Það getur vel verið að hann ætti að vera einn, eins og það getur vel verið að allir
menn á jörðinni séu bræður og systur ef öllu er á botninn hvolft. Jesús Kristur
reyndi að boða það þverpólitíska fagnaðarerindi, en það hefur samt ekki tekist
að stofna kristilegan stjómmálaflokk öðru vísi en hann yrði flokkur ákveðinna
stétta um leið. Það sama hlýtur að gilda um kvennaflokka. Konur verða að
bjóða fram sem róttækar konur, miðjukonur eða hægfara konur, en ekki sem
bara konur.
Höfundur Völuspár var kannski sorglega raunsær þegar hann orti: „Bræður
munu berjast“, og ég ætla að leyfa mér að bæta við, — systur sömuleiðis. —
Ekki síður þegar þær em orðnar nógu frelsaðar undan kúgun bræðra sinna til að
láta sér detta í hug að stofna flokk. Og þó mér þyki framtakið í sjálfu sér gott og
bera framsókn kvenna í okkar þjóðfélagi nokkurt vitni, þá geðjast mér ekki
hugmyndin að baki.
Jafnréttisbarátta kvenna er þó vissulega þverpólitísk barátta öðrum þræði, en
kosningar til ríkis- og sveitarstjóma eru það ekki, þær endurspegla og tjá átök
stéttanna og í þeim átökum eiga sumar konur samstöðu með sumum körlum
gegn öðmm konum og þeirra körlum. Síðan halda átökin á milli kynjanna
Framhald á bls. 120
7