Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 19
Gunnar Kristjánsson Úr heimi Ljósvíkingsins 1. Hinn sorglegi skáldsnillingur Öhætt mun að fullyrða, að hið fátæka alþýðuskáld Ólafur Kárason Ljósvíkingur sé framarlega í flokki þeirra íslenskra skáldsagnapersóna sem fundið hafa leiðina að hjörtum lesenda. í þjáningum þessa „sorglega skáldsnillings", sem höfund- urinn nefnir svo í ritgerð,1 hefur lesandinn skynjað brot af eigin veruleika. Og í fegurðarskynjun þeirri sem ber uppi líf skáldsins og lyftir því á æðra svið hefur lesandinn einnig séð eigin veruleika svo sem í skuggsjá og óljósri mynd. I þeirri ritgerð sem hér birtist (og að mestu er samhljóða útvarpserindum sem höfundur hennar flutti í apríl 1979) mun einkum fjallað um skáldverkið Heimsljós eftir Halldór Laxness. Verkið kom út í fjórum hlutum á árunum 1936—40. Það er þó einkum sjálf aðalpersóna verksins, Ólafur Kárason, sem fjallað verður um. Reynt verður að gera lífsmynstri hans nokkur skil og þá umfram allt höfuðþáttum þess, þjáningunni og fegurðarskynjuninni. Skáldsagan og raunveruleikinn Vissulega er ekki til nein ein leið til þess að skilja skáldsögur. Skáldverk talar til sérhvers nýs tíma á nýjan hátt, það vex frá höfundi sinum og hann frá því, það öðlast nýja merkingu í nýju umhverfi. Skáldverkið skapar ný tengsl við menn- ingu nýs tíma, það fær jafnvel merkingu, sem höfund þess hafði aldrei órað fyrir að í því byggi. Kannski á þetta fyrst og fremst við um skáldverk höfunda sem búa yfir slíkum tökum á meðferð hins sérstæða, að það fær algilda merkingu. Þar sem rithöfundi tekst að lýsa hinu sann-mannlega, og þar með hinu sam-mannlega i lífsmynstri einnar persónu eða samfélags, þar hefur honum tekist að skapa klassískt listaverk. Því má segja að þjáningar Antígónu eða Don Quichote séu nútímanum ekki torskildari en þjáningar Ólafs Kárasonar eða Sólons íslandus. Hinir varanlegu þættir í tilvist mannsins eru um leið hinir sígildu. 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.