Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 22
Tímarit Má/s og menningar
Nokkrir meginþœttir Heimsljðss
Heimsljós hefst á lýsingu á Ólafi þar sem hann stendur lítill drengur í fjörunni
í Ljósuvík, þar segir:
Hann stendur ásamt tjaldi og sendlíngi í fjöruborðinu niðrundan baenum og
horfir á ölduna sogast að og frá. Kanski er hann að svíkjast um. Hann er
tökubarn og þess vegna er lifið í brjósti hans sérstakur heimur, annað blóð, án
skyldleika við hina, hann er ekki partur af neinu, en stendur utanvið og það er oft
tómt umhverfis hann, og lángt síðan hann byrjaði að þrá óskiljanlega huggun.
(I, bls. 9).
Skáldsagan hefst þannig á því að dregin eru fram nokkur atriði sem sýna
sérstöðu skáldsins í þessum heimi. Og síðar, þegar hann kemur til Sviðinsvíkur og
kynnir sig fyrir sóknarprestinum séra Brandi, svarar hann spurningunni um ætt
sína á þá leið að hann „teldi að guð og góðir menn væru öllum framar sitt
ættfólk“ (I, 163). Föður sinn sér hann aldrei, aftur á móti móður sína síðar á
ævinni. Huggunina sem hann þráir fær hann í hljómnum sérkennilega sem
hann heyrir einkum úti í náttúrunni, það er „kraftbirdngarhljómur guðdóms-
ins“. Það er fyrsta reynsla hans af fegurðinni, þessa annars heims veruleika sem
nálgast hann á sérstökum augnablikum, ekki aðeins i kraftbirtingarhljómi
guðdómsins heldur einnig í ljóðum Sigurðar Breiöfjörð eða sýn fegurðarinnar.
Hallberg nefnir það vígslu Ólafs Kárasonar þegar hann liggur undir súðinni á
bænum Fæti undir Fótarfæti — en þar hefur hann legið lengi vegna sjúkdóma
sinna — þegar svo brá við á fyrstu sóldögum á þorra að skáldið Sigurður
Breiðfjörð sté niður úr litla sólargeislanum á súðinni, „eins og úr himneskum
gullvagni“ eins og það er orðað, „og lagði rjóður og bláeygur sína mildu
snillíngshönd á hið kvalafulla höfuð Ólafs Kárasonar Ljósvíkíngs og sagði: „þú
ert ljós heimsins“ (I, 59). Upp frá þessum degi er líf hans breytt. Þótt Hallberg
nefni þennan atburð vígslu Ólafs, þá minnist hann ekki á augljós tengsl þessara
orða við orð Jesú: „Ég er ljós heimsins" eða orð hans úr Fjallræðunni: „Þér eruð
ljós heimsins.“ Þessi tengsl liggja þó í augum uppi og má segja að orð Halldórs
sjálfs renni stoðum undir þau er hann segir í ritgerð frá 1975 á þessa leið: „Ég hef
oft reynt í bókum mínum að búa til fólk einsog í Fjallræðunni og Ólafur
Kárason Ljósvíkíngur er einn af þeim.“10 Segja má að titill verksins, svo og
viðumefni Ólafs Kárasonar, undirstriki mikilvægi ljóss-táknsins í verkinu, en
það verður æ mikilvægara þegar nær dregur lokum sögunnar og Ólafur gengur
á jökulinn í átt til rísandi sólar.
12