Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 23
Ur heimi Ljðsvíkingsins Það líður samt langur tími frá þessari „vígslu“ skáldsins uns hann heldur af stað í hina löngu eyðimerkurgöngu til Sviðinsvíkur, en á leiðinni hlýtur hann lækningu sem hann visar ævinlega til sem upprisu sinnar. Hann heldur inn í hina gullroðnu borg í skini kvöldsólar, Sviðinsvík undir Oþveginsenni. Þetta öm- urlega sjávarþorp gengur undir nafninu „eignin“ í sögunni, sem er næsta óvenjulegt orð yfir íslenskt sjávarþorp, og jafnvel þótt sú skýring sé nærtækust að með því sé verið að undirstrika vald Péturs þrihross í þorpinu er orðið býsna framandlegt. Þótt varast beri að lesa táknræna merkingu um of inn í skáldsögur skyldi ekki útiloka næsta augljós tengsl þessa orðs við jólaguðspjall Jóhann- esar, þar sem segir um Jesúm á þessa leið: „Hann kom til eignar sinnar og hans eigin menn tóku ekki við honum.“ Væri seinni hluti setningarinnar einnig i samræmi við viðtökur Sviðinsvíkinga á skáldinu, en börn gera hróp að honum og fyrirmenn staðarinsgera grín að honum. Skoðun þessi hlýturenn stuðning af orðum Arnar Úlfars er hann segist ekki vera viss um að það sé Guð sem stjórni eigninni. A Sviðinsvík er þjáningum Olafs ekki lokið, heldur liggur við að þær hefjist nú fyrir alvöru. Hann er ófær til vinnu vegna langvarandi sjúkdóma, í sam- búðinni við hina sjúku og erfiðu Jarþrúði er heimilislífið honum óbærileg kvöl og þar við bætist fátækt, hungur, sjúkdómar barnanna, og ekki lagði engill dauðans lykkju á leið sína fram hjá húsi skáldsins. Þannig er allt líf Olafs Kárasonar þjáningunni vígt, hann er harmkvælamaður; því er ekki að undra að hann nefni sig oftaren einu sinni „krossbera drottins“ og hann er reiðubúinn að bera kross mannkynsins í hinsta áfanga, eins og hann orðar það. Þjáning hans og samlíðun renna saman í eitt, hann gerir ekki greinarmun á sínum eigin þján- ingum og þjáningum mannkynsins yfirleitt. Jarþrúður trúir á hann sem Hall- grím Pétursson endurborinn. Þannig undirstrika ótal atriði stór og smá skyld- leika Ólafs við veruleika föstunnar, veruleika hins þjáða Jesú. Ýmsar setningar í sögunni benda til tengsla við píslarsögu Jesú, eins og setningin sem fellur í samtali Ólafs og sýslumanns: „Hví slær þú mig“, en þannig spyr Jesús er þjónn æðsta prestsins gaf honum kinnhest skv. 18. kap. Jóhannesarguðspjalls. Og sömuleiðis er spurning sýslumanns, „Hvað er sannleikur“ áberandi endurómur spumingar Pílatusar í sama kap. Jóhannesarguðspjalls. Og þegar vinkona Ólafs, hin unga og fagra Jórunn, eggjar hann til þess að kasta konu sinni út á kaldan klakann og binda þar með enda á þjáningar sínar, þá notar hún næstum orðrétt orðalag rómversku hermannanna við Golgata er hún segir: „stígðu niður af þessum andstyggilega krossi“ (II, 105). Enn má nefna atriði þar sem Laxness 13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.