Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 26
Tímarit Máls og menningar fegurðar og engin fegurð án þjáningar. Það á ekki síst við um Ólaf Kárason Ljósvíking; því fer honum vel heitið „hinn sorglegi skáldsnillingur“, líf hans er tragískt. Hinn tragiski blær á verkum Halldórs Laxness leynir sér ekki, hin ljúfsára sorg og hin sorglega fegurð eru aldrei langt undan. Nálægð Golgata, Kalvaríufjallsins, er dæmigerð fyrir verk hans. Það er ekki aðeins Úa í Kristni- haldinu sem les verk Jóhannesar af Krossi og laðast að þeim; setningin úr ritum dulhyggjumanna kirkjunnar á miðöldum „krossinn er alls staðar“ bergmálar um öll verk Laxness, um það fer enginn i grafgötur sem kynnst hefur hinni kristnu dulhyggju. Sú lífsskynjun að krossinn sé alls staðar, sem sér krossinn handan sérhverrar fegurðar og fegurðina handan sérhverrar þjáningar eins og Ólafur Kárason skynjar lífið, kemur fram þegar í Vefaranum mikla frá Kasmír: Mennirnir þjást; alt í kríngum mig eru menn, sem þjást. Þeir þjást vegna frelsis og ófrelsis, vegna örbirgðar og auðæfa, vegna heimsku og þekkíngar, vegna ástar og haturs, vegna Guðs og Satans, vegna þess, sem þeir eru, og hins, sem þeir eru ekki. Litla telpan, sem ég maetti á götunni í morgun með mjólkurkrukkuna í annari hendi og brauðið undir hinni — hún gekk svo hægt og varlega til þess að renna ekki á hálkunni, og brauðið var næstum því eins stórt og hún sjálf— hún var einnig á leiðinni til Kalvaríu-fjallsins. Ég kendi svo í brjósti um hana, þennan litla aumíngja, sem fór svo varlega til þess að brjóta ekki krukkuna sína, að ég fór að hrína, þegar ég kom heim.14 2. Á vit aftureldingarinnar I síðasta kafla Heimsljóss segir frá göngu Ólafs Kárasonar Ljósvíkings á jökul- inn þar sem ævi hans lýkur. Kaflinn endar á eins konar tengingu við upphafs- kafla verksins, þar sem hann sagði frá Ólafi sem litlum dreng í fjöruborðinu. Hér, við lok sögunnar, segir á þessa leið: „Barn hafði hann staðið í fjörunni í Ljósuvík og horft á landölduna sogast að og frá, en nú stefndi hann burt frá sjónum.“ Ennfremur segir á þessa leið: „Hann heldur áfram inná jökulinn, á vit aftureldíngarinnar“ (II, 280). Raunar mætti segja, að líf skáldsins hefði frá upphafi stefnt á vit aftureldingarinnar, til rísandi sólar, endurskins hins eilífa ljóss, og um leið landsins þar sem fegurðin mun ríkja ein. I vitund skáldsins er fegurðin ekki afstætt hugtak eða huglægur veruleiki, heldur í dýpsta skilningi hlutlægur. Fegurð er að hans skilningi ekki afstæð lýsing eða umsögn um útlit hlutanna heldur annað og meira, eða eins og hann segir sjálfur: „Fegurð hlutanna er æðri en þeir sjálfir" (II, 213). Þannig er 16
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.