Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 27
Úr heimi Ljósvíkingsins fegurðin veruleiki handan hlutanna, hún býr ekki í þeim heldur eru þeir farvegur fegurðarinnar. Olafur þekkir hið jarðneska engu síður en aðrir menn. Hann hliðrar sér ekki hjá því að takast á við erfiðleika lífsins. Hins vegar skynjar hann næmar en aðrir þá þjáningu sem ekki verður tekin frá manninum, hvað sem öllum félagslegum umbótum líður. Þannig verður hinn „heilagi sjúkdómur" (II, 58) Jarþrúðar í vitund hans eins konar tákn einmanaleika og hjálparleysis mannsins. En þrátt fyrir hina næmu skynjun þjáningarinnar er hún engin endastöð í lífsvitund hans, andspænis henni stendur hann engan veginn ráðalaus, þján- ingin er fyrir honum ein leið til lífsins. Hann sem krossberi herrans, sem ber kross mannkynsins að eigin skilningi, finnur það á stund hinnar mestu þján- ingar að hann er sjálfur borinn er hann mætir hinum ósýnilega vini. Má líkja þessari reynslu við hugsun dulhyggjumanna miðalda er þeir töluðu um nótt sálarinnar sem fæðir af sér ljósið lux aetema, hið eilífa ljós fegurðarinnar, sælunnar, unio mystica mannsins við veruleika Guðdómsins sem engu verður við jafnað. Þannig er þjáningin í vissum skilningi hin neikvæða leið til fegurðar- innar. En það er ekki aðeins þjáningin sem er leið til þess sem kristnu dulspeking- arnir kölluðu unio mystica eða hin dulræna samsömun. Ólafur er einnig mystiker og það ekki aðeins hvað þjáninguna snertir, hann er ekki aðeins þjáningar- mystiker heldur er hann einnig náttúrumystiker sem leitar og finnur hina sælu samsömun við hið Eina, hið innsta eðli tilverunnar, fegurðina sjálfa, tilveruna sjálfa eða verundina sjálfa. Um táknmyndir og táknmál Þannig verða hinir jarðnesku hlutir táknrænir í vitund skáldsins, þeir hafa gildi sitt ekki vegna þess sem þeir eru heldur vegna þess veruleika sem þeir vísa til handan sjálfta sin. Þannig er skáldsagan Heimsljós ekki aðeins ljóðrænt verk eins og Halldór hefur nefnt stíl verksins, heldur er hlutur hins táknræna ekki óverulegur þáttur í verkinu, þar sem notkun táknræns tungutaks er óhjá- kvæmileg þegar fjallað er um þann veruleika sem Ólafur Kárason nefnir fegurðina. Til þess að fjalla um hið trúarlega gagnar aðeins táknrænt og myndrænt mál. Jóhann Wolfgang von Göthe hefur sagt um notkun hins táknræna í skáldskap á þessa leið: „Hið sanna, sem er hið sama og hið guðlega, er aldrei hægt að þekkja milliliðalaust, við sjáum það aðeins í endurspeglun, í tákni, í einstökum birtingum þess; við kynnumst því sem óskiljanlegum veru- TMM II 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.