Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 27
Úr heimi Ljósvíkingsins
fegurðin veruleiki handan hlutanna, hún býr ekki í þeim heldur eru þeir
farvegur fegurðarinnar.
Olafur þekkir hið jarðneska engu síður en aðrir menn. Hann hliðrar sér ekki
hjá því að takast á við erfiðleika lífsins. Hins vegar skynjar hann næmar en aðrir
þá þjáningu sem ekki verður tekin frá manninum, hvað sem öllum félagslegum
umbótum líður. Þannig verður hinn „heilagi sjúkdómur" (II, 58) Jarþrúðar í
vitund hans eins konar tákn einmanaleika og hjálparleysis mannsins.
En þrátt fyrir hina næmu skynjun þjáningarinnar er hún engin endastöð í
lífsvitund hans, andspænis henni stendur hann engan veginn ráðalaus, þján-
ingin er fyrir honum ein leið til lífsins. Hann sem krossberi herrans, sem ber
kross mannkynsins að eigin skilningi, finnur það á stund hinnar mestu þján-
ingar að hann er sjálfur borinn er hann mætir hinum ósýnilega vini. Má líkja
þessari reynslu við hugsun dulhyggjumanna miðalda er þeir töluðu um nótt
sálarinnar sem fæðir af sér ljósið lux aetema, hið eilífa ljós fegurðarinnar,
sælunnar, unio mystica mannsins við veruleika Guðdómsins sem engu verður við
jafnað. Þannig er þjáningin í vissum skilningi hin neikvæða leið til fegurðar-
innar.
En það er ekki aðeins þjáningin sem er leið til þess sem kristnu dulspeking-
arnir kölluðu unio mystica eða hin dulræna samsömun. Ólafur er einnig mystiker
og það ekki aðeins hvað þjáninguna snertir, hann er ekki aðeins þjáningar-
mystiker heldur er hann einnig náttúrumystiker sem leitar og finnur hina sælu
samsömun við hið Eina, hið innsta eðli tilverunnar, fegurðina sjálfa, tilveruna
sjálfa eða verundina sjálfa.
Um táknmyndir og táknmál
Þannig verða hinir jarðnesku hlutir táknrænir í vitund skáldsins, þeir hafa gildi
sitt ekki vegna þess sem þeir eru heldur vegna þess veruleika sem þeir vísa til
handan sjálfta sin. Þannig er skáldsagan Heimsljós ekki aðeins ljóðrænt verk
eins og Halldór hefur nefnt stíl verksins, heldur er hlutur hins táknræna ekki
óverulegur þáttur í verkinu, þar sem notkun táknræns tungutaks er óhjá-
kvæmileg þegar fjallað er um þann veruleika sem Ólafur Kárason nefnir
fegurðina. Til þess að fjalla um hið trúarlega gagnar aðeins táknrænt og
myndrænt mál. Jóhann Wolfgang von Göthe hefur sagt um notkun hins
táknræna í skáldskap á þessa leið: „Hið sanna, sem er hið sama og hið guðlega,
er aldrei hægt að þekkja milliliðalaust, við sjáum það aðeins í endurspeglun, í
tákni, í einstökum birtingum þess; við kynnumst því sem óskiljanlegum veru-
TMM II
17