Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 31
Úr heimi Ljósvíkittgsins endurspeglun á jörðinni. Madonnu sjálfa, fegurðina sjálfa, getur hann ekki höndlað hér á jörðinni nema sem i skuggsjá og óljósri mynd. Því er fegurðin tregablandin, tragísk. I smásögunni „Tvær stúlkur" frá 1930 hefur Laxness tjáð sömu hugsun, þar segir: „Hvenær sem þú sér fullkomið sköpunarverk, verður þú gripinn sárum trega. Þetta er hið hörmulega við listina. Fegurð hlutanna er eins og ólæknandi sorg. Eins og til dæmis þessi stúlka .. “23 Hið sama sambland af fegurð og sorg kemur fyrir í Heimsljósi; t.d. er sagt um Sigurð Breiðfjörð að hann hafi fundið hvert hjarta „og snart það fegurð og sorg“ (I, 59). í sögunni Tvær stúlkur er enn vikið að sömu hugsun í eftirfarandi kafla: Og hún réttir báðar hendumar í áttina til min gegnum vagngluggann, í því er lestin hennar mjakast af stað. Allt i einu eru augu hennar, sem horfa á mig i hinsta sinn, orðin að augum konunnar, hinnar einu, sönnu konu. Ég stend við gluggann minn í lestinni hinum megin við stéttina. Þannig hverfur hún mér sýnum út i hið óskilda: með báðar hendumar útréttar i áttina til mín að eilífu “24 Þótt Ólafur Kárason sé ekki sögumaðurinn hér er reynsla hans í engu frábrugðin, hin eilífa kvenmynd fjarlægist hann ævinlega þegar hann lítur hana augum. Þannig er hin endanlega sáttargjörð óframkvæmanleg. Ástin sem sameining er tragísk, þannig var og hinn gríski Eros, hið fátæka goðmagn kærleikans, ástarinnar, sem gengur um meðal mannanna eins og betlari. Hann er sonur jarðneskrar neyðar og himneskrar fyllingar, hann vekur Eros mannsins, hina óstillanlegu þrá mannsins til hins fagra. Eros, hinn tötralegi umrenningur á vegi lífsins, er hvorki dauðlegur né ódauðlegur, hann lifnar og deyr á einum og sama degi, allt sem hann öðlast glatast honum aftur að kvöldi, hann er goðsöguleg mynd hinnar kvalafullu þrár mannsinseftir samsömun við veröld fegurðarinnar. Eros er tragískur þar sem sameiningin mun aldrei að eilífu nást; því er Eros og hið erotíska oft tengt dauðanum í bókmenntum allt fram á okkar dag. Eros er tragískur þar sem allt hans strit er til einskis unnið og öll sú þrá sem hann vekur meðal mannanna er til einskis vakin. Hann er að sínu leyti eins og Sísifos, sem um aldurog ævi mun velta sama steininum upp fjallið, þessum steini sem veltur alltaf niður aftur. Líf Ólafs Kárasonar er tragískt með kristnu formerki þar sem þjáningin tekur enda, og verður brátt vikið að því aftur. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.