Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 32
Tímarit Má/s og menningar
Náttúran
Hin tvíræða og tragíska lífsskynjun Olafs Kárasonar kemur ekki aðeins fram þar
sem kvenmyndin er annars vegar. Engu ógreinilegar kemur hún fram í tengsl-
um hans við fegurð náttúrunnar. Þegar á fyrstu síðum verksins er skýrt frá því er
Olafur heyrir kraftbirtingarhljóminn fyrsta sinni á þessa leið: „Hann finnur
guðdóminn birtast í náttúrunni í óumræðilegum hljómi, það var kraftbirtíng-
arhljómur guðdómsins. Hann veit ekki fyr til en hann er sjálfur orðinn titrandi
rödd í almáttugum dýrðarhljómi“ (I, 16). Síðan heldur lýsing þessarar reynslu
áfram og endar með þessum orðum: „Hann hafði skynjað hið Eina. Faðir hans á
himnum hafði tekið hann uppað hjarta sínu norður við ysta haf“ (I, 16). í
æskuverkinu Heiman eg fór (sem Hallberg telur hafa að geyma ævisögulega
þætti) er lýsing sögumanns á reynslu hans undir næturhimni vorsins og dylst
engum líking þeirrar reynslu við reynslu Ólafs Kárasonar. Þar segir m.a.:
„Vorheimurinn og æska mín, alt var eingilfagurt ljóð, ég og náttúran eitt,
eilífðin líkt og hörpusláttur í barmi mér . . .“ og síðar: „Hvílík tign, hvílíkur
ósnortinn hreinleiki yfir þessu morgunsári! Veröldin ereinsog jómfrúrhvíla".25
Fleiri dæmi mætti tína til úr verkum Laxness í þeim tilgangi að sýna fram á
tilhneigingu til mýstískrar náttúruskynjunar. í dagbókarbroti frá 1936 talar
skáldið um eilífðartilfinningu sem hann skynjar úti í náttúrunni og að náttúran
sé ímynd eilífrar fegurðar. Ekki er að undra að Ólafur Kárason beri sterkan keim
af þránni eftir unio mystica í náttúrunni, samsömun við þá fegurð sem hylur sig
að baki náttúrunni. Ólafur Kárason heyrir ekki aðeins óminn heldur verður
hann sjálfur titrandi rödd í almáttugum dýrðarhljómi. Þá skynjar hann hið Eina,
sem ævinlega er grundvallarhugtak í sérhverri mýstískri upplifun. Þegar tónn-
inn er annars vegar í verkum Laxness táknar hann ævinlega leit að hinu Eina, að
hinu mikla og algjöra samræmi handan hinnar jarðnesku tvíræðni. Þannig leitar
alheimssöngvarinn Garðar Hólm hins eina sanna tóns, sr. Jóhann í Brekku-
kotsannál er ekki ókunnugur þessum hreina tóni.26 I Kristnihaldi undir Jökli er
talað um „tónlist hins absólúta".27 En það er hvorki alheimssöngvarinn Garðar
Hólm né Godman Syngmann heldur hinir umkomulausu og hógværu, hinir
fátæku í anda eins og Ólafur Kárason og sr. Jón prímus sem skynja þennan tón
og lifa í friði hans og jafnvægi.
Jökullinn
Þótt íslensk náttúra sé samspil margra tóna, sterkra og veikra, og samleikur
22