Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 34
Tímarit Máls og menningar Kárason vissulega ekki einn á báti; til gamans má minna á málarann Vincent van Gogh sem málaði svo til eingöngu sólina í síðustu verkum sínum, en þá var þjáning hans orðin óbærileg og líkti hann sjálfum sér ævinlega við hinn líðandi þjón Jesajabókar, harmkvælamanninn sem kunnugur er þjáningum og frumkirkjan skildi sem spádóm um Jesúm Krist. Þannig haldast þjáning og lux aetema oft í hendur, og svo er einnig um Ólaf. Ólafur Kárason skynjar bilið milli hins jarðneska lífs og fegurðarinnar. í tugthúsinu hugsar hann um það hvað Guð og náttúran geti verið í miklu ósamræmi hvort við annað. Spurning hans er því sú hvernig hægt sé að sjá ósamræmið, firringuna frá veröld fegurðarinnar og sannleikans og lifa samt í voninni. Vegna vitundarinnar um þessa firringu frá veröld fegurðarinnar talar Ólafur um sjálfan sig sem gest á fjarlægri strönd. Hann talar því einnig um „landið“ þaðan sem hann er og sem hann kemst aldrei til í ræðu sinni fyrir verkamönnum á Sviðinsvík. Þeir skilja hann ekki. Það land sem hann er að tala um er ekki land sem hægt er að komast til, heldur ekki paradís sem hægt sé að stofna á þessari jörð. Þetta land, sem skáldið kallar sitt, er ónálganlegt, það er eins konar útópía, vonarlandið. Um þetta hefur Laxness reyndar fjallað á öðrum vettvangi, í ritgerðinni „Tildrög Paradísarheimtar“. Þar segir m.a.: Margir meðal okkar trúa að einhverju leyti á fyrirheitna landið þar sem sannleiki ríkir og fögnuður býr. Og jafnvel þeim sem ekki trúa beint á landið sjálfir finst dásamlegt til þess að vita að aörir skuli gera það. Þetta land er ekki umfram alt af heimi landafræðinnar þó landafræði geti stundum samrýmst því. Dásamlegast af öllu er samt að sannleikur þess er ofar staðreyndum, þó til séu þær staðreyndir sem samrýmast honum. Má vera að hugmyndin um þetta pláss sé ein sú grundvallarhugmynd, sem er innborin mannkyninu.29 Ólafur Kárason segir um þetta land: „Mitt land er alsnægtaland, það er sá heimur sem náttúran hefur gefið mönnum ...“ (II, 34). Fyrir Ólafi er þetta land veröld fegurðarinnar. Undir lok sögunnar segir hann: „Ég hélt að fegurðin og mannlífið væru tveir elskendur sem aldrei gætu mæst“ (II, 275). Litlu siðar heldur hann áfram á þessa leið: „En eitt hásumarkvöld í hvítum þokum, við líðandi vatn og nýtt túngl, þá lifir þú þetta undur, sem tilheyrir ekki einusinni efninu og á ekkert skylt við fallvaltleikann þó að birtist í mensku gervi; og öll orð eru dáin: þú átt ekki leingur heima á jörðinni“ (II, 275). í þessum orðum felst raunar eins konar uppgjör Ólafs gagnvart hinu jarðneska, sem leiðir af sér göngu hans á jökulinn. Undir kvöld laugardag fyrirpáska bað skáldið um betri fötin sín, en hann hafði 24
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.