Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 37
Úr heimi Ljósvíkingsins inguna af dýpra innsæi og reynt að finna henni stað í lífsvef mannsins á trúverðugri hátt en flest önnur íslensk skáld jsessarar aldar. Hjá báðum þessum rithöfundum er þjáningin jákvæð í þá veru að hún hafi frelsandi hlutverki að gegna í mjög víðtækum skilningi. En eins og önnur íslensk skáld sækir Davíð skilning sinn á túlkun þjáningarinnar til hinnar lúthersku hefðar — að einu undanskildu, Halldóri Laxness. Það er hafið yfir allan vafa að sá skilningur á þjáningunni sem fram kemur oft á tíðum í verkum Halldórs hefur ósjaldan reynst íslenskum lesendum verka hans óþægur ljár í þúfu. Má minna á upphafsorð Brekkukotsannáls sem jafnvel hafa valdið hneykslun og fyrirlitningu. A hinn bóginn hefur svo hinn blíði og djúpi tónn samlíðunarinnar vafalaust fallið lesendum vel í geð án þess þeir gerðu sér yfirleitt grein fyrir því að hin framandlega framsetning og tæra fegurð þeirra á sér uppsprettu í þeim djúpa brunni kristinnar þjáningardulhyggju plat- ónsk-ágústínskrar guðfræði sem ríkjandi hefur verið um aldir í klaustrum benediktsmunka. I Heimsljósi má hiklaust segja, að hinn sérstaki skilningur Halldórs Laxness á þjáningunni komi skýrar og betur fram en í öðrum verkum hans. Með þessu er þó ekki sagt að hægt sé að ræða um einhvern boðskap í verkum Halldórs þar sem þjáningin er annars vegar, þótt erfitt yrði hins vegar að sýna fram á að svo sé ekki. Heimur Ljósvíkingsins er öðru fremur heimur þjáningar, fátæktar, hungurs og harðrar vinnu. Engum nema Ólafi Kátasyni kemur til hugar að fást við önnur gildi tilverunnar en daglega afkomu. En hann fær sinn skammt af þjáningunni engu síður en aðrir. Auk sjúkdóma, fátæktar og dauða er líf hans þjáð af sambúðinni við hina sjúku Jarþrúði. En fyrir utan allt þetta þjáist Ólafur vegna þess eins að vera til og hafa skynjað fegurðina. Sá sem skynjað hefur fegurðina á að hans skilningi ekki lengur heima á jörðinni. ÞjáningarskilningurJarprúðar Jarþrúður, eiginkona skáldsins, skilur þjáningar sínar fyrst og fremst sem réttláta og kærleiksríka refsingu Guðs. Hún telur sig ekkert annað eiga skilið vegna synda sinna sem kalli á refsingu Guðs, og réttlát kærleiksrík refsing hans birtist í hinum ólæknandi, heilaga sjúkdómi hennar. Guð elskar fyrst og fremst þá minnstu og þjáðustu og því telur hún sig elskaða af Guði þrátt fyrir réttláta reiði hans sem hún tekur með þökkum og nýtut af heilum hug. í upphafi sambands þeirra Jarþrúðar og Ólafs finna þau hvort annað í sameiginlegum þjáningum. 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.