Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 38

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 38
Tímarit Alá/s og menningar „Þá erum við bæði drottins krossberar sagði hann þakklátur" (I, 94) þegar þau hafa ræðst við stutta stund. Og Ólafur heldur áfram að tala um fegurð þessarar sameiginlegu þjáningar „.. . eitt (er) víst, að forsjónin lætur þá finnast á endanum sem eiga bágt... Fegurstu blómin á jörðinni standa heldur ekki nema einn dag. Eg kalla það gott ef manneskjan fær að blómstra, þó ekki sé nema einn dag á ævi sinni. Hversu margir eru hinir ekki sem guð gaf aungva viðkvæmni og áttu þarafleiðandi aldrei bágt og töluðu aldrei saman, svo líf þeirra blómstraði ekki einu sinni einn einasta dag“ (I, 95). í þessari mildu viðkvæmni heldur samtal þeirra áfram, og kaflanum lýkur með athugasemd hins fjarlæga sögu- manns á þessa leið: „Þeir sem eiga bágt, sona geta þeir lifað sælar stundir, aungvir einsog þeir . ..“ (1,96). í allsleysi og vanmætti hinna umkomulausustu virðist höfundurinn sjá opinberun þess máttar sem aðeins fullkomnast í veik- leika. En þjáningarskilningur Jarþrúðar tekur fljótt á sig aðra mynd, sem birtist í hamslausri undirgefni undir refsandi kærleika Guðs þar sem marki sjálfspin- ingarinnar hefur þegar verið náð og hinn þjáði eygir refsandi reiðisvipu Guðs að baki öllum hlutum. I þessari einhliða undirgefni sver Jarþrúður sig í ætt við þjáningarskilning sem oft hefur fundið leið inn í kristið samfélag, einkum gegnum guðræknirit fyrri tíma og jafnvel í Passíusálmunum (þar sem Hall- grímur segir í 11. versi 44. sálms: „Hrittu ei frá þér Herrans hönd, hún þó þig tyfta vildi.“) I hinni hamslausu sjálfspíningu Jarþrúðar verður hún ekki aðeins ómennsk heldur nær því marki að verða brosleg er hún biður Guð um að gefa sér kraft til þess að leggja líf sitt í sölurnar fyrir Hallgrím Pétursson endurbor- inn, eins og hún nefnir Ólaf Kárason. Að þessum neikvæða og undirgefna skilningi á þjáningunni hefur hin marxíska kristindómsgagnrýni einkum beinst og það með réttu, en þar með er ekki sagt að hún hitti hinn eiginlega kristna skilning á þjáningunni, eins og síðar kemur fram. Om Úlfar: þjáning og réttlceti Skilningur kommúnistans Amar Úlfars á þjáningunni er allur annar. Hann álítur að öll þjáning eigi sér rætur í hinu félagslega misrétti og rangsnúnu stjórnmálalegu og efnahagslegu fyrirkomulagi. Hann lítur niður á kærleikann, það sé ekki hann sem verða skuli hlutskipti barna framtíðarinnar heldur réttlcetið og réttlætið skuli sigra jafnvel þótt allt mannkynið liggi 1 valnum. Hin yfir- drifna áhersla sem Örn Úlfar leggur á réttlætið gerir trúfesti hans við manninn ómannúðlega og ótrúverðuga. Sömuleiðis grefur það undan trúverðugleika 28
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.