Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 49
Hugmyndafraði A Iþýðubóka rinnar blaðsíðutilvísanirnar eiga við frumútgáfuna nema annað sé tekið fram). Þarna segist hann einnig hafa orðið sósíalisti þegar hann dvaldist í Bandaríkjunum, — reyndar ekki af því að lesa bækur, heldur af því sem hann sá. Tónblær greinanna í Alþýðubókinni er fyrst og fremst andborgaralegur, eins og Halldór benti sjálfur á í bréfi,2 og oft ögrandi. Ef grennslast er fyrir um hvaða grundvallarskoðanir bókin flytur, ber mest á eftirfarandi atriðum: 1) Trúarbrögðin eru talin ópíum alþýðunnar er dragi athyglina frá raunverulegum jarðneskum vandamálum. 2) Halldór telur meginið af því sem nefnt er list og skáldskapur (og þar með talin kvikmyndin) á tíma kapítalismans fánýtt bull. 3) Halldór álítur að nýta beri vísindaframfarir í landbúnaði, uppeldi barna, í sambandi við þrifnað, list og stjórn(un)armál. 4) Kapítalisminn er að dómi hans vont skipulagsform fyrir samfélagið vegna þcss að hann hefur 1 för með sér rangláta og þar með illa skiptingu á auðæfum jarðar. Jörðin er auðug og þess vegna ætti mannfólkið, sem á hana, ekki að vera fátækt: fátæktin er versti glæpur mannkynsins. Að því er virðist eru þessar grundvallarskoðanir í ágætu samræmi við meginhugmyndir flestra sósíalista. En sé betur að gáð, kemur ýmislegt annað í ljós. Skoðanir Halldórs stangast stundum á í bókinni. Að sumu leyti falla þær hvorki vel að stefnu kommúnista né sósíaldemókrata á þessum tíma. Textinn samræmist ekki heldur því sem nú á dögum er nefnt sósíalismi, en þá á ég við alþýðusinnaða andspyrnu í velferðarsamfélögum. í skemmstu máli sagt er hugmyndafræði Alpýðubókarinnar ekki sósíalísk nema í vissum skilningi; en að svo miklu leyti sem hún verður bendluð við sósíalisma, þá er þar um að ræða „hinn vísindalega sósíalisma“. Ymis konar tæknihyggja, samfara hlutlægnis- hyggjulegri þekkingarfræði og stundum dólgaefnishyggju, eru megineinkenni hins vísindalega sósíalisma á tíma Stalíns, og alls þessa gætir í Alþýðubókinni, einkum þó tæknihyggjunnar. Annað megineinkenni bókarinnar er róttækni hennar. Með róttækni á ég þá annars vegar við að hún er öfgakennd, fjörleg og jafnvel galsafengin á köflum. Hins vegar er bókin róttæk (vinstriradxkal) í þeirri merkingu að hún fellur ekki í farveg agaðs bolsévisma, heldur heimtar allt strax og gefur oft lítið í aðstæðumar sem fyrir eru. Róttækni i þeirri merkingu taldi Lenín vera fyrir hendi í vissum öfgahópum í byltingarhreyfingunni og gagn- rýndi þá í sérstöku riti. Byltingarmóður, framfaratrú og tæknihyggja Alþýðu- bókarinnar geta mjög auðveldlega leitt hugann að hugsuðum upplýsingarinnar sem aðhylltust sams konar skynsemistrú og Halldór og fleiri sósíalistar á þessum árum og allt fram undir stríð. 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.