Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Qupperneq 50

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Qupperneq 50
Tímarit Máls og menningar Vísindatrú Tæknihyggjan, eitt helsta einkenni Alþýðubókarinnar, gefur manni tilefni til að hefja umræðuna um hugmyndafræði hennar með því að spyrja: hvert var vísindahugtak Halldórs? Friedrich Engels, sem mótaði hugtakið „hinn vís- indalegi sósíalismi“, hafði mikið dálæti á náttúruvísindum, en hvort tveggja þágu svo bolsévikar í arf. Meðal þess sem Engels ritaði má grafa fram dólgaefn- ishyggjulegar fullyrðingar á borð við þessa: „díalektík hugsunarinnar er aðeins endurspeglun af hreyfiformurn hins raunverulega heims jafnt í náttúrunni sem i sögunni“.} Bolsévisminn hafði mjög sterkar pósitífískar tilhneigingar allt frá því er Lenín skrifaði Efnishyggju og reynslugagnrýni (1909), mikið lesið rit þar sem reynt er að grundvalla efnishyggju marxismans á altækan hátt út frá því viðhorfi að þó svo að enginn maður væri til sem gæti séð heiminn, þá væri heimurinn til og liti út eins og við sjáum hann. Að baki þessu fólst sú meginskoðun að maðurinn væri þolandi í skynjun sinni, — að myndir mann- anna af veruleikanum séu myndir sem eru misvel heppnaðar nálganir að hinni sönnu og réttu veruleikamynd. Lenín hefur sem sé verið sakaður um það sem nefnt er heimspekileg raunhyggja (realism). Hann leit ekki svo á að hugmyndir séu fyrst og fremst eins konar tilgátur um veruleikann. Þessi túlkun Leníns á efnishyggjunni fól í sér grófareinfaldanir, sem án efa áttu rætur sínar að rekja til pólitískrar nauðsynjar (skv. formúlunni: Flokkurinn veit hvernig veruleikinn er í raun og vcru). Næsta skref í sömu þróun var þegar bolsévikar settu Georg Lukács út af sakramentinu fyrir að halda því fram (í bók árið 1923) að díalektíkin gilti ekki um náttúruvísindaleg fyrirbæri, heldur aðeins í mannvís- indum og sagnfræði. Þar með var ruddur vegur fyrir vélrænan og útþynntan skilning á efnishyggjunni og fyrir nauðhyggju. Náttúruvísindin voru sett í hásæti í Sovétríkjunum, stjórnmál urðu vísindi; félagsvísindi dóu svo út að kalla má á stalínstímanum. Meginorsök tæknidýrkunarinnar í Sovétríkjunum var að sjálfsögðu sú að landið var svo vanþróað tæknilega. Ekkert rúm var fyrir efahyggju né heldur ráð á ómarkvissum félagsfræðum; menn urðu að trúa því að tveir plús tveir væru fjórir án þess að spyrja frekar út í þá hluti. Flokkurinn fór með einkaumboð til að túlka veruleikann. Mér þykir sýnt að orsakir tækni- dýrkunar og einfaldrar þekkingarfræði í Alþýðubókinni séu af líkum toga spunnar. Islendingar stóðu frammi fyrir stórfelldum tækniframförum og efnis- legri uppbyggingu. Þó að hér vantaði Flokk og Byltingu, þá höfðum við þó Sjálfstæðisbaráttuna. Halldór hamraði stöðugt á nauðsyn efnislegra framfara og áleit að trúarbrögð og listagutl væri utanveltu þarfleysa. Lenínska þekkingar- fræðin var þekkingarfræði hinna áþreifanlegu hluta. 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.