Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 54
Tímurit Máls og menningar nokkuð sé í uppeldisvísindum vorra daga, sem brjóti í bág við hið æðsta og göfugasta í ástum móðurinnar“(3l4). Hér virðast hægriöflin vera þrándur í götu vísindanna, eða með öðrum orðum: vísindin sýnast hliðholl öreigunum. Ekki skal gengið fram hjá skilgreiningu textans sjálfs á „sönnum“ vísindum, sem kemur fram þegar á fyrstu síðu: „En sönn mega þau vísindi kallast, er miða að því, að menn öðlist fullkomnari líkama og sálarlíf ekki að eins auðugra heldureinnig fegurra“(S>—10). Samkvæmt þessu virðast vísindi ekki eingöngu vera spurning um tækni, heldur eitthvað annað og meira. I ljós kemur að Halldór hefur á takteinum hugtak um vísindalegan sósialisma og vísindalegt samfélag sem verði að veruleika jafn snemma og til verður Ráðstjórnar-ísland: „Á hinum auðvirðilega skrípaleik borgaralegrar skussapólitíkur verðurauðvitað enginn endi fyrren vísindalegur stjórnmálaflokkur hefir tekið alræði“ (144). Af þessu virðist ljóst að sósíalískur flokkur verður samkvæmt skilningi Halldórs að minnsta kosti að „miða að því, að menn öðlist fullkomnari líkama og sálarlíf“. Þessi skilgreining á vísindum þykir kannski einhverjum stangast á við yfir- borðslega tæknihyggjuskilgreiningu í anda pósitífismans, af því að vísindi eru hér skilin sem spurning um mannlega hamingju, ekki bara um tækni og stýringu. Hér er þó engu að síður um pósitífisma að ræða því siðfræðileg vandamál eru undirskipuð tækninni. Þetta felur sem sé ekki í sér að vísindin eigi að verða manneskjulegri, heldur einmitt þvert á móti er það manneskjan sem á að verða viðfangsefni „vísindanna“. Á einum stað þar sem Halldór ræðir um að byggja þurfi góða verkamannabústaði segir hann að fara verði eftir „hagnýtustu, amerískum fyrirmyndum um öll verkfræðileg atriði“ þar sem mikill tæknilegur og hagnýtur átangur hefur náðst á þessu sviði í Bandaríkjunum, en „Um almenn skipulagsatriði er ráð að leita hliðsjónar í löndum, sem lengra eru komin í þjóðnýtingu en Vesturheimur“ (128).7 Höfuðmarkmið þeirrar stefnu sem Halldór aðhylltist voru hagvöxtur, aukin framleiðni og framleiðsla, tæknivæð- ing og bættir skólar. Þessi sjónarmið voru raunverulega alls ekki andstæð hagsmunum borgarastéttarinnar; hins vegar var borgarastéttin svo skammsýn á þessum árum að hún áleit að rekstur skóla og sjúkrahúsa á vegum ríkisins væri skaðlegur einkafyrirtækjum vegna aukinnar skattheimtu. Kannski einmitt meðal annars vegna þess að borgarastéttin skildi ekki hvað þjónaði hagsmunum hennar í raun og veru er Alpýðubókin full af vígorðum gegn öllu borgaralegu. Það sem skáldið fyrirlítur heitast er sú íhaldsstefna sem skilur ekki einu sinni hag auðvaldsins af ríkinu. í bókinni er reyndar dæmi þess að Halldór sjái að kröfur hans eru eða ættu a.m.k. að vera samhljóða kröfum hinna borgaralegu. Það er í deilunni um uppeldismálin. Þar er ein röksemda 44
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.