Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 57
Hugmyndafrceði A Ipýðubóka rinna r
sinn hinzta draum um framleiðslu myndar á einum fleti. Og hvað skyldum vér
framar geta á kosið og hvers krafist af mynd fram yfir eiginleikann til að herma
útlit hlutanna eins og þeir birtast fyrir hinni almennu sjón, hinu óeinstaklings-
bundna auga? Eða er hugsanlegt, að túlkun einstaklings á sýnum geti tekið fram
hinu ópersónulega tilverugildi hinna séðu hluta? — M.ö.o. er hugsanlegt, að
menn geti búið til betri myndir af guðs skepnu en guðs skepna er í raun og
veru?“ (175—6)
Þessi rökleiðsla er ákaflega gott dæmi um fagurfræðilega endurspeglunar-
kenningu. Þessa fagurfræði, eða eitt af afbrigðum hennar, má túlka þannig:
hlutur (veruleiki) — hugmynd listamanns verk listamanns hugmynd viðtakanda
Brotin ör táknar skynjunarferli en heil ör táknar túlkunarferli. Gefið er: 1)
Skynjunarferlin gerast án truflana nema skynjandinn gangi ekki heill til skógar;
2) skynjunarferlin gerast þannig að sá sem skynjar er þolandi ferlisins (skynj-
unin felur ekki í sér neina túlkun); 3) eini hugsanlegi tilgangur listframleiðslu
er eftirlíking; 4) það sem verkið, a.m.k. myndverkið, reynir að líkja eftir eru
einkum hlutir, þ.e.a.s. áþreifanleg fyrirbæri (í tónlist: sönghæf lög, í lausamáli:
endursegjanlegar sögur, í höggmyndalist: fígúratífar styttur o.s.frv.).
Af þriðju forsendu þessatar endurspeglunarfagurfræði leiðir að framleiðsla
listaverksins er skilin sem túlkun en ekki sköpun, líkt og var í kristinni
miðaldafagurfræði en hins vegar andstætt fagurfræði rómantíkurinnar, þar sem
gert var ráð fyrir að snillingurinn skapaði líkt og guð. Góður listamaður getur
þess vegna, samkvæmt þessu viðhorfi, ekki sagt neitt sem ekki var þegar til í
veruleikanum (þótt hann geti vakið athygli á hlutum), en heppnist verkið er
þ>að eins konar afsteypa af veruleikanum. Af þessari þriðju forsendu leiðir einnig
að ef listaverk misheppnast þá gildir eitt af þrennu: 1) listamaðurinn skynjar
vitlaust; 2) listamaðurinn túlkar vitlaust það sem hann kann að skynja rétt; 3)
viðtakandinn skynjar vitlaust það sem listamaðurinn kann að skynja rétt og
túlka rétt. En að sjálfsögðu er yfirleitt ekki gert ráð fyrir þessu síðasta, enda er
það almennt einkenni pósitífískra mannvísindamanna að gleyma að taka sjálfa
sig með í reikninginn og halda að það sem þeir sjái sjái allir aðrir eins.
Endurspeglunarfagurfræðin er líka hin tegundarhreina fagurfræði pósitífism-
ans, og eitt einkenna hennar sem fagurfræði er að hún miðar allt við verkið sjálft
og hefur tilhneigingu til að gleyma, svo ég noti orðalag W. Iser, að verkið
verður ekki verk fyrr en það hefur verið skynjað.
47