Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 63
Hugmyndafrœði Alfýðubókarinnar skáld Islands hafa til þessa verið fátæk. Kristinn E. Andrésson var öndverðrar skoðunar, sem vænta mátti, og harmaði líkt og Halldór ill kjör skálda. Af sumum skrifum Þórbergs Þórðarsonar er svo að skilja að hann hafi álitið „andlegar framfarir“ eina markmið sósíalismans sem einhverju máli skipti, en yfirleitt taldi hann samt að röðin kæmi fyrst að því að bæta ytri kjör alþýðu. Eina ástæðu þessa menningarsinnaða viðhorfshjá Þórbergi, Halldóri og Kristni erað finna í stéttarstöðu þeirra. Menningin var starfsvettvangur þeirra og það var sérstakt verkefni þeirra að gera menningararfleifðina aftur nothæfa frá sósíalísku sjónarmiði, það er að segja að túlka hana upp á nýtt þannig að Fjölnismenn yrðu til dæmis ekki fyrst og fremst skoðaðir sem leiðtogar innlendrar borgarastéttar, heldur forystumenn í alþýðusinnaðri þjóðfrelsisbaráttu. Það var þeim lífsnauð- syn að sanna að Menningin væri ekki tómt auðvaldskjaftæði. Mjög góð heimild um þess háttar þvott á menningararfinum er bók Einars Olgeirssonar um íslenska þjóðveldistímann. Þó skal þess gætt að fyrir þessari nauðsyn hafði Halldór kannski ekki gert sér fyllilega grein þegar hann skrifaði einmitt Alþýðubókina, svo róttækt sem það rit er. Og þegar hann var enn yngri dirfðist hann að hrakyrða sjálfa Heimskringlu (sbr. Heiman eg fór 1952, 65). Þegar árin liðu kom svo barátta fyrir alræði öreiganna, sem gera átti alþýðu kleift að njóta góðra listaverka. En eftir 1935 breyttist sósíalíska baráttan í andnasíska baráttu og höfuðslagorðið var nú ekki aðeins Upplýsing! heldur einnig Björgum menningunni! Hægt er að greina þróun hjá Halldóri í þessu efni frá vinstriróttækni til (sósíalískrar) menningarstefnu. Með grófri einföldun má lýsa þessum þróunarskrefum þannig: 1) Listaverk fyrri tíma eru lítils virði (enda unnin með úreltum verkfærum; enda verklegar dáðir merkari listaverkum; enda er ljótt að skapa listaverk meðan fólkið sveltur ...). 2) Sum listaverk fyrri tíma eru mikils virði og gera verður alþýðu kleift að njóta slíkra verka (ekki loka málverk inni á söfnum; hafa miða á sígilda tónleika ódýrari; þær bækur sem eru skrifaðar af eins konar tilviljun geta veriðgóðar . . .) 3) Pólitíska baráttan hefur það höfuðmarkmið að varðveita menninguna og sigurgegn Hitler jafngildirað nokkru heimsbyltingu. Alpýðubókina má staðsetja á fyrsta og öðru stiginu og t.d. ritgerðina „Myndir“ greinilega á þvi fyrsta. í þeirri þróun sem þessari stigskiptingu er ætlað að lýsa gerist það jafnframt að menningunni og listinni er ætluð sívaxandi þýðing, en um leið dregur úr þýðingu þess ytra og efnislega. Halldór viðurkennir að mikil listaverk geta einnig komið til á erfiðum tímum í lífi þjóðar. Þegar skáldið hafði lokið Vefaranum mikla frá Kasmír virðist hann hafa 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.